sunnudagur, nóvember 13, 2005
Heimilishaldið á Eiríksgötunni er met. Sat við eldhúsborðið að pikka á tölvuna meðan sambýlingurinn horfði á Mulan Ruge í sjónvarpinu mínu. Ég kann myndina utan af þannig að við sáum í sitthvoru herberginu og sungum með lögunum, stundum þuldi ég líka blindandi upp textann. Gafst loks upp á ritgerðinni og færði mig inn í herbergi. -Þá fyrst var sko byrjað að syngja! Tókum aríurnar með svo miklum tilþrifum að tár runnu niður hvarma og húsdýrið vissi ekki hvað það átti af sér að gera. Kötturinn væflaðist í kringum þessar breimandi stelpur með undrunarsvip og ákvað loks að setjast bara niður og slást í hópinn. If you can´t beat them, join them. Tvær breimandi stelpur, einn málmandi köttur og væmin söngvamynd. Gerast sunnudagar betri?
