sunnudagur, nóvember 06, 2005
Í gær hlotnaðist hvorki meira né minna en þrettán manns sá heiður að vera boðið í eþnískt matarboð á Eiríksgötuna. Matseðill kvöldsins: ostasnittur í forrétt: Kúskús, korma-kúklingur, nan-brauð og salat í aðalrétt: eplaterta með ís í eftirrétt. Dinnertónlistin var Bollywood mega-hits. Gestirnir samanstóðu af fuglabjarginu, einum Kólumbíubúa og einum Breta. Stemmningin var glimrandi. Ég reyndi eftir bestu getu að prómóta glamúr meðal gestanna og hvatti allar stelpurnar til að vera ógeðslega fínar og í hælum þótt eini tilgangurinn væri til að ég gæti sjálf verið í rauða dónalega kjólnum mínum. Ég er svo mikil hópsál sjáiði til og get ekki verið sú eina fína. Tókum smá bútísjeiking á Ólíver og kíkti svo á töffarann hann litla brósa á Celtic Cross. Dagur B. Eggertsson var þar meðal annarra í góðu geimi og fékk meira að segja viðreynslu frá ónefndri vinkonu minni. Sú var ekki par sátt við dræmar undirtektir kappans og var ekkert minna móðguð þótt ég fræddi hana um konu og börn mannsins.
