miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Kom í mesta sakleysi heim úr skólanum í gær og var dregin með í að hitta einhverja útlendinga á vegum ónefndrar vinkonu. Menn sem hún hafði hitt á netinu. Get því með sanni sagt að það hafi verið með væga fordóma sem ég tölti með sem móralskur stuðningur. Hittum ferðalangana á Vegamótum og var erlent yfirbragðið ásamt útivistarúlpunum ekki til að minnka fordómana. Ó kræst, hugsaði fröken fordómafull, gææætu þeir verið meiri útlendingar. En það stoðaði ekki neitt því nú var kippt í hendi mína og ég dregin niður á stól. Á stólnum neyddist ég svo til að éta ofan í mig orð mín því fransmennirnir reyndust bara prýðilega skemmtilegir og nettir plebbar í megaflottum störfum. Sem fannst jafn súrealískt og okkur að hitta fólk á internetinu. Sumsé mín kæra ónefnda vinkona, nú ét ég hattinn minn.
