föstudagur, nóvember 18, 2005
Skrapp með gærunum mínum á tónleika í gærkveldi. Tálkvenndið var búin að láta mig lofa hátíðlega að koma að sjá Lights on the highway og þeir voru bara þrusugóðir. Ekki margir á tónleikunum en þeir náðu nú samt að halda uppi stuðinu. Hef aldrei séð þá áður en það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt. Ná nú samt ekki Rushes eða Bisbal í gæðum.. Annar hápunktur kvöldsins var mjög drukkin stúlkukind í þéttari kantinum sem skakklappaðist um staðinn og reyndi stíft við hljómsveitarmeðlimi. Það þarf ekki svo mikið til að skemmta mér.
