föstudagur, desember 02, 2005
Fór á Bessastaði í gær og fannst dótið hans Óla markverðast. Hann ku eiga málverk upp á óteljandi milljónir króna og ómetanlegar formynjar í kjallaranum, en kolaportslegar styttur og áprentaða steina á efstu hæðinni. Þess má geta að allt flotta dótið hefur grísinn keypt sjálfur en allt kolaportsdótið eru gjafir. Þetta er samt góð vitneskja, ef ég einhverntíma gerist svo forfrömuð að gefa forsetanum pakka þá þarf hann greinilega ekki að vera flottur. Og kallgreyið neyðist samt til að stilla honum upp. Dorrit hlýtur að gráta þegar hún á leið í gegnum þessi herbergi. Útsýnið frá höfðingjasetrinu er líka yndislegt, sérstaklega í svona kyrru og fallegu veðri eins og í gær. Svo einhvern fáránleg rómantík sem svífur yfir vötnum núna. Dagurinn fer næstum allur í ljósaskiptin með allri þeirri litadýrð og svo tekur við stillt og stjörnubjart kvöld þar sem jólaljósin blika í takt við stjörnurnar. Í stíl við væmna skapið fengum við að horfa á Casablanca í skólanum í dag. Hún var æðisleg. Og ég felldi næstum tár.
