miðvikudagur, desember 07, 2005
Upplýst IKEA jólatré, kertaljós og væmnum jólalögum sem berast út um kvistgluggann. Maður verður nú að hafa það huggulegt við lesturinn. Annars finnst mér skemmtilegast þessa dagana að skipuleggja jólastúss en ekki læra. Við sambýlingurinn vorum einmitt að enda við að plana æðislegt jólapartý sem skal haldið þann 21. desember en síðan verður haldið í kjól og hvítu á jólaball háskólanna. Sem er haldið á Brodway sælla minninga. Býst við heilum her af menntaskólanemum og einstaka háskólanema sem fæddur er 1985 en það verður bara fyndið. Við sambó ætlum samt að spyrja um skilríki á barnum til að forða litlum börnum frá því að splæsa drykkjum á kellingarnar.
