föstudagur, desember 30, 2005
Fór á téða mynd áðan og get ekki sagt að ég sé mjög hrifin. Ég mundi ekki mikið eftir bókinni og hlakkaði þessvegna nokkuð mikið til að sjá myndina en það rifjaðist þó fljótt upp fyrir mér hversu gríðarlega pirrandi mér þótti bókin. Myndin var alveg eins. Klúðursleg, illa útfærð og pakkfull af bæði kynþátta og kynjafordómum. Enda er megin tilgangur hennar að sjálfsögðu kristniboð en ekki vel samin sögu. Táknin, klisjurnar og allegóríurnar voru bara hreinlega of augljósar til að ég gæti gleymt þeim og notið ævintýrisins og "töfraheimsins". Góða liðið klæddist vestrænum riddarabúningum meðan vonda liðið var með nettu træbal-þriðjaheims ívavi. Höfðingi góða liðsins var karlkyns meðan vonda nornin var kona. -Konan tapaði svo að sjálfsögðu enda hefur lengi verið vinsælt að kvengera óvini vesturlanda. Einu stelpurnar í myndinni voru væsklar og þó var búið að styrkja þeirra hlut miðað við bókina. Er ekki full þreytt að gera svona myndir árið 2005?
