þriðjudagur, janúar 10, 2006

Áfram Nylon!
Ég er búin að skipta um skoðun á þessari ágætu hljómsveit. Neiii, mér finnst þær enn ekkert sérstaklega góðar söngkonur. Nei, þær semja mér vitanlega ekkert sjálfar. Jú, þær voru búnar til í verksmiðju Einars Bárða. Og nei ég hef aldrei fýlað ekki lögin þeirra. En Nylon eru heldur ekki að reyna að höfða til mín. Þær eru að höfða til barna og þá sérstaklega ungra stelpna. Og sem slík þá verð ég bara að staðhæfa að NYLON sé nokkuð góð fyrirmynd. Sérstaklega ef litið er til annarra hljómsveita með sama markhóp. Þær ganga ekki í bikiníum og stripparaskóm á almannafæri eða þvo bíla löðrandi í sápu í tónlistarmyndböndum. Þær stunda ekki hópkynlíf á Popp Tíví eða grænda við pimpa uppi á sviði. Nylon er bara með furðu góða og heilbrigða ímynd og virðast stelpurnar bæði geta sungið og dansað án þess að vera ruglað við súludansara eða hórur. Og þótt tónsmíðarnar séu ekki upp á marga fiska þá segi ég bara so what. Ekki þarf ég að hlusta á þær frekar en ég vil. Þannig ég ætla núna að vona að Nylon meikiða í Bretlandi. Held svei mér þá bara að þegar öll kurl eru komin til grafar þá standi þær mörgum vinsælustu "kvennahljómsveitum" heims framar.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter