mánudagur, janúar 09, 2006
Það ku hafa verið þrusugóðir tónleikar til styrktar og verndar íslenskri náttúru um helgina. Gott málefni, góðir tónlistarmenn og góð aðsókn gesta. Litla systir náði að tryggja sér miða (var uppselt þegar ég ætlaði að kaupa) og var hún að sjálfsögðu yfirheyrð um tónleikana á sunnudaginn. Eftirfarandi er nákvæm (en ef til vill eilítið stílfærð) hljóðritun af samtali okkar:
Meðvituð eldri systir: Jæja, hvernig voru svo tónleikarnir?
Æska landsins: Ógesslega skemmtilegir. Ó mæ god sko. Það var ekkert smááá mikið af sætum strákum. Mér varð reyndar dáldið illt í bakinu af nýju DISEL leðurstígvélunum mínum.
Meðvituð eldri systir: Mér finnst alveg til fyrirmyndar hvað þú ert að taka upplýsta og pólitíska afstöðu svona ung. Okkar kynslóð mun bera uppi merki jafnréttis, bræðralags og umhverfisverndar um ókomna tíð..
Æska landsins: Pólitíska hvað? Við vorum nú bara að djamma. Sagði ég þér frá stráknum með dreddana og palestínuklútinn..? Ó mæ god hvað hann var sætur.
Meðvituð eldri systir: Að djamma?! Sætur?! Þetta voru styrktartónleikar fyrir verðugt málefni! Sjálfa náttúru Íslands!
Æska landsins: Óóóó þessvegna voru allar þessar leiðinlegu skyggnur af mosa og fjöllum..
Meðvituð eldri systir: Einmitt.. og styður þú þá gengdarlaus náttúruspjöll, óhóflega gróðasöfnun og pólverjainnflutning fröken neysluhyggja 2006?
Æska landsins: Æi góða. Það var enginn að pæla í þessu. Farðu bara á útsölurnar í Kringlunni og reyndu að slappa aðeins af.
