fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Ætli matsalan í þjóðarbókhlöðunni hafi samband hjá Blogger? Allavega hvarf færslan um dónalega starfsmanninn á mjög dularfullan hátt útaf blogginu mínu. Ég átti hana hinsvegar vistaða á wordskjali og gat því snúið á þessa útsmognu kaffisölumenn. Færslan er komin aftur á netið múhahaha. Mikið finnst mér annars skemmtilegt að hafa X-files aftur á dagskrá. Hver man ekki eftir Mulder og Scully.. treystið engum.
