þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Mæli ekki með því að tapa sér í tiltektinni. Uppþvottavélar eru stórhættuleg fyrirbæri sem hæglega geta slasað grandvaralaust fólk. Er búin að labba um með second head á ristinni síðan um helgina og lítur hún vægast sagt viðbjóðslega út. Stokkbólgin, bjúglaga og kolsvört. Skreitt djúprauðum flekkjum. Óneitanlega ógeðslegt. Ég kemst ekki í skóna mína og haltrið er heldur ekki töff. Kostirnir við dauðu löppina eru þó sem betur fer ívið fleiri en á horfðist í upphafi.
1) Fólk vorkennir mér ógeðslega mikið og dekstrar á ýmsa kanta. Ég kann vel við vorkunn, athygli, matar- og peningasendingar.
2) Tímabundin fötlun er fyndin og gefur krypplinginum tækifæri til að vera hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi.
3) Maður kemur heilmiklu í verk ef maður tekur lærdómsbækur með sér á slysó.
4) Ungu huggulegu læknarnir á slysavarðssofunni. Það vinna bara ungir myndarlegir menn á slysavarðsstofunni. Í alvöru.
5) Man ekki eftir fleiri kostum í augnablikinu.
