föstudagur, mars 17, 2006
Líferni rónans og bótamannsins er það sem við mér blasir. Ég er að drepast úr stressi að vera ekki komin með vinnu/sumarvinnu í mars og get ekki einbeitt mér að námslokum og lokaritgerðarskrifum sökum panikksins um að ég fari bara á bætur. Ég geri nú ekki miklar kröfur.. sæmileg laun (250+), ögrandi og skemmtilegt starfssvið, góð fríðindi, gott samstarfsfólk og allrahanda töffaraheit. Þetta er allt og sumt. Væri ekki verra ef háskólamenntunin mín (BA próf í sagnfræði) gæti nýst í starf. Þó ekki krafa. Endilega sendið mér atvinnutilboð í pósti.
