miðvikudagur, mars 08, 2006
Önnur umræða hinna svokölluðu "Vatnalaga" stendur nú yfir á Alþingi. Vek athygli ykkar á því að nú er verið að gera nýtingarrétt einkaaðila á vatni mun rýmri ef þessi nýju lög verða samþykkt. Nú eru þessi nýju lög bara skref í átt til einkavæðingar en Valgerður Sverrisdóttir vill meina að það hafi áður verið tekið í reynd þótt lög hafi ekki breyst. En mikið finnst mér rosaleg einkavæðingarlykt af þessu. Og hvergi í öllum heiminum hefur það gefist vel að einkavæða vatn. Það hefur undantekningalaust gefist illa og bara stórir fyrirtækjahringir sem hafa grætt. Ríkin hafa meira að segja tapað stórt á þessu máli. Ætli mönnum finnist næst sniðugt að einkavæða loftið? Það er allavega svakaleg gróðalind og í svipuðum flokki og vatn. Buy it or die?
