föstudagur, mars 31, 2006
Ég hef fengið þó nokkrar kvartanir yfir lélegri bloggframistöðu nýverið. Ástæðan er eiginlega bara sú að ég hef hvorutveggja verið rosalega bissí og rosalega andlaus (a.m.k. hvað bloggið varðar). En nú skal ég reyna að taka mig á, ég lofa. Ég var víst að væla yfir atvinnuleysi í síðasta pósti.. útlitið hefur skánað en mér hafa borist nokkur atvinnutilboð og ég hef farið í einhver viðtöl. Lítur semsagt ekki út fyrir að ég verði atvinnulaus í sumar. Næstum því vonbrigði. Hefði getað verið heavy næs að flatmaga á austurvelli með hinum rónunum í sumarsólinni.
