laugardagur, apríl 01, 2006
Já ég segi bévítans. Sólin er yndisleg þegar maður getur baðað sig í henni, rölt úti í góða veðrinu, farið í sund og fengið sér pulsu. En þegar maður þarf að sitja við kvistglugga, sem dregur í alla geisla sólarinnar frá klukkan 12 á hádegi til sólarlags, er sólin ekki vinkona mín lengur. Vetrarlærdómur er miklu meira kósí en sumarlærdómur. Meðan sólin bræðir rómantísku lærdómskertin mín niður og ég sit og svitna yfir fræðunum, hugsa ég hlýtt til Vetur konungs. Yfir veturinn get ég allavega hrósað happi yfir að kúra mig inni í þykkri flíspeysu og drekka heitt kaffi meðan vindurinn næðir úti.
En ó vell, tveir mánuðir eftir af skólanum segiði. Hverjar ætli séu líkurnar á að einum nemanda takist að klóra sig fram úr nokkrum litlum verkefnum. Svo sem eins og: tveimur 20% verkefnum, einni 30% ritgerð, tveimur lokaprófum, BA ritgerð, taka viðtöl og ráða fólk í sumarstarf, finna mér sumarstarf, sækja um skóla erlendis, taka TOEFL próf, taka þátt í NORDmun ráðstefnu, halda ræðu á sagnfræðingamálþingi. Já, held þetta sé komið. Ég er að spá í að stofna veðpott með framvindu þessarra mála. Æsispennandi veðmál í gangi. Mun Gerði takast að krafsa sig fram úr þessari dagskrá með góðum árangri eða skítur hún langt upp á bak? Stay tuned.
