sunnudagur, apríl 23, 2006
Vorið kemur sko með fleira skemmtilegt en fuglaflensuna og lóuna -Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er líka á vorin. Samnorræni Eurovision þátturinn er líka tær snilld og ég skemmti mér alveg konunglega yfir honum í gærkveldi. Þessir norrænu "spekingar" eru líka alveg bíó og ég get varla gert upp á milli hvert þeirra mér finnst best. Jú og þó, Tómas finnski er skemmtilegastur. Kann reyndar líka vel við norsarann Jóstein sem gefur bara fimm stjörnur eða núll og svo stendur eðaltöffarinn Eiki Hauksson alltaf fyrir sínu. Sænska gellan var líka fyndin, sveiflandi hárinu og flissandi daðurslega við hvert tækifæri og danski gaurinn kom bara með alveg stórfurðuleg komment. Kunni líka vel við þau. Tek eiginlega bara undir með Hlíbbinu, eini gallinn á þessum þætti er að bíða í heila viku eftir þeim næsta.
