miðvikudagur, maí 10, 2006
Ég er búin með seinasta prófið mitt í Háskóla Íslands -að eilífu. Dáldið dramatískt en there it is. Stefni á framhaldsnám erlendis þannig núna hef ég kvatt þessa menntastofnun bless. Undarlegt. Borgarstjórnarkostningarnar komu samt sterkar inn í prófastemmninguna þar sem hinir ýmsu flokksfulltrúar stóðu glaðbeittir fyrir utan KR heimilið og buðu þreyttum og stressuðum námsmönnum ýmsar veigar og glaðninga. Ekki amalegt það. Er hinsvegar ekki enn búin að gera upp við mig hvern ég eigi að kjósa. Var komin á það að kjósa Sjálfstæðisflokk en er ekki alveg viss lengur. Held ég verði bara að bjóða mig sjálfa fram í eigin sérsniðnum flokki til að geta fellt mig undir einhver flokkssjónarmið.
X-GERÐUR
