föstudagur, maí 12, 2006
Fólk virðist ekki blogga um neitt annað en flugur þessa dagana og oftast í neikvæðnum tón, skil ekki lið sem hrætt við loðin og stingufælin dýr. En þar sem ég kýs að trúa því að vinir mínir og velunnarar séu hugrökk ljónshjörtu upp til hópa hlýtur bara að vera að þessi ótti stafi af þekkingarleysi um dýr merkurinnar. Lesiði þetta lömbin mín og takið vel eftir...
1. Býflugur: loðnar eins og hamstrar, þunglamalegar, feitar. Þær eru mjög fjölskyldu oríenteraðar og þrá ekkert heitar en að byggja falleg bú með öllum litlu loðnu börnunum sínum. Þessar sem þið sjáið hlunkast um þessa dagana eru óléttar drottningarfraukur í fjölskyldupælingum og þær eru langt frá því að vera árásargjarnar. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að klappa þeim en jafnvel þótt þið gerðuð það þá eru líkur á stungu hverfandi. Flugurnar deyja nebblega ef þær stinga ykkur, broddurinn er bara einnota. Þetta vita flugurnar og stinga ekki nema í ýtrustu neyð. Sól japlar á þessu í kjaftinum, skyrpir því svo út og ekki stinga flugurnar hana.
2. Hunangsflugur: leikkonur flugnaflórunnar. Hungangsflugurnar líkjast býflugunum í útliti nema þær eru ekki með neinn brodd. Þær geta semsagt ekki stungið. Þær herma eftir útliti býflugnanna til að forðast árásir frá fuglum og hafa þannig þróað með sér svipaðar rendur og býflugur auk þess sem þær skella einni afturlöppinni bak við hinar lappirnar til að líkja eftir broddi. Algerlega meinlausar þessar litlu eftirhermur og mjög klárar.
3. Húsflugur og fiskiflugur: meinlausar og hollar. Rannsóknir sýna að við gleypum nokkra tugi slíkra flugna í svefni yfir ævina -þær ku vera góður prótíngjafi. Nammi namm.
4. Mýflugur: Vampýrur dýraríkisins en þær nærast á blóði. Í gamla daga þótti óbrygðult læknismeðal að draga blóð og er því bitmýið læknir merkurinnar. Viljirðu forðast læknismeðferðir er Mygga er óbrigðult ráð.
5. Vespur: ógeðsleg kvikindi sem ættu að vera réttdræp. Sveima um með tæknilegri nákvæmi, hárlausar og hlekkjóttar eins og þeir ógeðfelldi dráparar sem þær eru. Vargar og innrásaraðilar í íslenska náttúru og ef þú hefur vott af þjóðerniskennd ættirðu að gera þitt besta til að útrýma þessum ófögnuði áður en þær útrýma þér!
