þriðjudagur, maí 23, 2006
Það er eitthvað meira einn lítið gruggugt við Dag B. Eggertsson, frambjóðanda Samfylkingarinnar. Af öllum jarðteignum að dæma virðist maðurinn vera hreinlega fullkominn: agalega huggulegur ungur læknir sem gefur út metsölubók til að fjármagana læknanámið og hefur gríðarlegt passjon í að hjálpa öðrum. Svo mikið passjon að hann lætur sér ekki nægja að lækna fólk heldur vill hann lækna samfélagið. Hann hefur því setið árum saman í borgarstjórn samhliða metsölu-bókaskriftum, læknanámi og læknastörfum. Fullkomni maðurinn er giftur álíka fullkominni konu sem er svakalega sæt og lika læknir. Þau hittust í náminu og það var ást við fyrstu sýn. Fyrsta kvöldið spurði hann hversu mörg börn þau ættu að eignast og þá voru örlög þeirra beggja innsigluð. Núna búa þau í fullkominni krúttíbúð í þingholtunum og eiga tvö fullkomin og krúttleg börn.
Ég og sambýlingurinn höfum undanfarið velt vöngum yfir því hvað sé eiginlega að honum Degi -það hlýtur að vera eitthvað djúsí miðað við þessa glansmynd. Það helsta sem okkur datt í hug laut að einhverju afbrigðilegu á kynlífssviðinu eins og fótafettish og swingerklúbbum, eða þá samsæri með Baugsfeðgum eða eiturlyfjanotkun -hvernig annars ætti Dagur að hafa orku í allt sem hann gerir? Hann ætti allavega að hafa vit á því maðurinn að gera sér upp einhverja saklausa galla til að öðlast traust kjósenda. Ég releita ekki við fullkomnun, verandi meingölluð sjálf. Ef Dagur væri klár ætti hann að drífa sig í að keyra fullur, halda framhjá eða upplýsa falleinkanir í skóla. Litlir-alvarlegir gallar sem aldrei hafa gengið frá íslenskum pólitíkusum heldur frekar gert þá enn vinsælli. Ef raunveruleikasjónvarp hefur kennt mér eitthvað þá er það að ,,fullkomna" fólkið er það fyrsta til að vera kosið út.
