mánudagur, júlí 10, 2006
Borgin sem kennd er við áfengan drykk er mjög kúltiveruð. Gömul og glæst hús sem spanna alla byggingarstíla frá miðöldum til barrokk og klassisma. Heimsklassasöfn á hverju strái og flestar búðirnar bera merki Dior, Luis Vutton og Gucci. Meira að segja götuspilararnir eru af hærri klassa en ég hef áður kynnst og ég gleymi mér stundum heillengi við að stoppa og hlusta á þessa snillinga. Einn víóluleikari sem ég sá hjá gömu keisarahöllinni á leið af fundi var sérstaklega góður og tókst að láta mig gleyma stund og stað með einstaklega angurværum og fögrum tónum. Sumarið hér hefur verið einstaklega gott, svo gott að stundum finnst manni nóg um en hitinn hefur verið yfir 30 stig síðan ég lenti. Svona mikill hiti fer sumu kaffilitu fólki vel en ég er bara bleik. Bæði brennd af sól og rjóð af hitamollu. Mér finnst ég líkjast einna helst bónusgrísnum.
