þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Ég sé fram á áhugaverða helgi. La grand familia er á leið til Austurríkis í heimsókn og ég af bjartsýni minni var búin að skipuleggja alpaferð núna um helgina. Stórfenglegt útsýni, fjallakofar, fjallavötn, jóðlandi hjarðsveinar og kýr með hálsbjöllur fannst okkur hljóma heillandi. Veðurspáin kveður hinsvegar á um meiriháttar úrkomu, þrumur, eldingar og hættu á aurskriðum. Hætta á útsýni hverfandi. Ég held við séum samt að fara upp í alpa af hinni alkunnu Kjærnested-þrjósku. Ef við komum ekki til baka þá getið þið fundið okkur eftir milljón ár, vel varðveitt í týrólskum leir.
