fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Eitthvað er undarlegt við það að kaupa sér vetrarfatnað um sumar. Haustlínan er komin í búðir og lopafötin hreinlega rifin út. Í fyrradag kom ný sending af kápum í Zöru. Ein týpan fannst mér svona líka lekker og hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Í dag, tveim dögum síðar, er helvítis kápan búin í minni stærð. Eftir vinnu ætla ég sem sagt að þræða götur borgarinnar, í tuttugu og fimm stiga hita, í leit að ullarkápu.
