miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Dagurinn í dag er miklu betri en gærdagurinn. En það er erfitt að vera að vinna þar sem maður getur ekki leyft sér eðilegar umgengnisvenjur s.s. að urra á samstarfsmenn, lemja í veggi, skella hurðum eða rífa blöð og brjóta skrifstofuhúsgögn máli sínu til áherslu. Ókurteisi og skapvonska fyrir morgunkaffið ætti að vera lagalegur réttur hvers einstaklings í siðmenntuðu samfélagi. Er þeta ekki bara mál sem mannréttindadómstólinn ætti að taka upp á sína arma?
