mánudagur, ágúst 07, 2006

Menning á menningu ofan.
Verslunarmannahelgin mín er búin að vera hin ánægjulegasta. Á laugardaginn skrapp ég til Bratislava en Bratislava og Vín eru þær höfuðborgir í heiminum sem eru hvað næstar hvor annarri. Ef ég ætti að lýsa þessari borg í einu orði þá væri hún "sæt". Miðbærinn allavega. Stemmningin þarna er eiginlega meira eins og í þorpi eða bæ heldur en höfuðborg enda varð hún bara höfðborg fyrir rétt rúmum 10 árum. En word from the wise ef einhver er á leið til Bratislava. Þetta er ekki staðurinn til að versla. Ég og finnsk vinkona mín ætluðum sko aldeilis að shoppa þar sem allt er svo ódýrt en komumst að því okkur til hrellingar að tískan er svona sirka 10 árum á eftir tímanum. En þeir eiga gott úrval af magabolum.

Svo ætlaði ég að menningast meira í gærkveldi og fór á tónleika með Karlakór Reykjavíkur. Fínir tónleikar, þeir fyrstu sem ég hef séð með þessum kór, og fann svo að sjálfsögðu fólk sem ég þekki þarna í hópnum. Litla ísland. Frændfólk, fjölskylduvinir og gamlir skólafélagar leyndust meðal söngfulga og gerðu þau sér lítið fyrir og kipptu mér með sér í matinn og svo út á djammið. Í diplómatískum anda skal ekkert sagt um söngfuglana annað en þetta var mjög ,,hress" hópur. Og látum þar við sitja.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter