sunnudagur, ágúst 20, 2006

Ný síða og fjölskylduferð.
Eins og glöggir menn og konur hafa vafalaust tekið eftir hefur síðan verið uppfærð og þurfa augu lesenda ekki lengur að brenna sökum ljótleika hennar. Aubba Rós á allan heiður skilið fyrir þetta meikover. Takk honní. ;) Nú hef ég lofað að blogga reglulega og stefni á eina færslu á dag.
Annars þá er fjölskyldan farin af landi brott og þeirra verður sárt saknað. Það var bara agalega huggulegt að hafa þau hérna í smá tíma og verða aftur litla barnið. Við keyrðum um alpana, gistum í litlum furðulegum þorpum, borðuðum góðan mat, villtumst, fórum á útióperur, drukkum vín, fórum í fordrykk hjá sendiherrahjónunum, sóluðum okkur við dónánna og borðuðum meira (og drukkum). Það er gaman að vera með gesti. Og stutt í þann næsta! :)
