sunnudagur, október 01, 2006

Í konunglegum kompaní..
Hvernig lítur svo alvöru konungur út up close and personal? Rauðbirkinn, hnellinn með skærgult bindi og minnir helst á bæverskan bónda í sparifötunum. Hail to his highness the king of Belgians, Albert II. Kallinn ákvað sumsé að koma í heimsókn til okkar á ÖSE fund um daginn og nú get ég sagt með góðri samvisku að ég hafi séð alvöru og ekta kóng. Því miður var hann hvorki hot né á lausu.
