föstudagur, desember 08, 2006
Fílharmónikkutónleikarnir voru hinir skemmtilegustu. Þar sem það var uppselt á þá fyrir kristburð ákváðum við starfsnemarnir að fara bara í standpláss. Maður getur sumsé mætt samdægurs, beðið i röð í 2-3 klukkutíma og fengið standmiða á 3 evrur. Til samanburðar kosta miðar á gólfinu sirka 200 evrur. Hef ég gert þetta áður og alltaf verið fínt stemmning í röðinni. Allir tjillaðir í gallabuxum og mæta með spil, bækur og gítarra í röðina. En ekki núna. Þar sem þetta var víst eitthvað "event" í Vín þá var allt snobblið borgarinnar mætt á svæðið. Og þeir sem fengu ekki 200 evru sætin urðu að sætta sig við stæðin. Við krakkarnir eignuðumst góða vinkonu þarna í röðinni sem mætti til leiks í svaðalegum satínkjól, stuttum minkapels og með demanta. Henni fannst við eiga lítið erindi á þennan viðburð og gerði sitt besta til að troðast fyrir framan okkur í röðinni og stela stæðunum okkar. Þegar við skömmuðum hana og báðum hana að vera ekki að þessari frekju hvæsti hún á okkur ,,vinur minn dó í gær!". Einmitt, og þessvegna var hún í ballátfitti á tónleikum? En lítilmagninn hrósaði sigri að lokum og demantadrottningin flúði af hólmi þegar við kölluðum á vörð. En annars voru tónleikarnir töff sko. Mun horfa á þessa bleijuauglýsingu með öðrum augum eftir þetta.
