þriðjudagur, desember 05, 2006
Ohhh ég er svo menningarleg. Í kvöld hlýði ég á Requiem eftir Mozart, í flutningi Fílharmónikkunnar í Vín. Tótallí. Ég plataði Ástu á msn í gær og sagði að ég vissi ekkert hvað Requiem væri en hefði verið sagt að það væri krúttlegt. Henni var ekki skemmt. Ég var samt tótallí að ljúga. Ég hef alveg heyrt það. Það er til dæmis oft bleyjuauglýsing í sjónvarpinu þar sem þeir spila stefið úr Requiem undir.
