mánudagur, september 25, 2006

Hvernig geta þeir gert mér þetta!?
Ég er örvingluð. Hvernig er hægt að skilja mann eftir svona í lausu lofti?!? Hvað verður um Jack? Og næsti þáttur kemur ekki út fyrr en 2007 -í BANDARÍKJUNUM!!!!! Ég veit ekkert hvort ég sé hætt að blogga eða ekki. Ég get ekki hugsað um það núna fyrir geðshræringu.










miðvikudagur, september 20, 2006

Spurningin
Er þetta blogg að deyja?










laugardagur, september 09, 2006

Ég elska helgar.
Í gær fór ég í partý til sænska starfsnemanns og villtist alveg hroðalega á leiðinni. Eftir að hafa ráfað um í klukkutíma komst ég að því að hann býr bara rétt hjá mér! Ekki tíu mínútna rölt. Og lúðinn ég var kominn hálfa leið til Slóveníu. Partýið var annars ógjó fínt, setið og sötrað og rætt um heimsmálin. Neeeei djók. Við vorum bara að slúðra. Annars er ég greinilega á góðri leið með að verða ellismellur þar sem mér finnst partý bara orðin miklu skemmtilegri en skemmtistaðir og eins finnst mér ofsalega sniðugt að fara snemma út og koma snemma heim. Til að nýta daginn eftir skiljiði. Djamm tvo daga í röð finnst mér orðin fásinna og eyddi því kvöldinu í kvöld í slúður og ísát með tveimur álíka öldnum vinkonum í stað þess að dansa uppi á borðum og staupa Tequila. Mjög greinileg ellismellamerki alltsaman.

En út í annað (þið verðið bara að þola það að þetta blogg hefur engann ritstíl og ég veð úr einu í annað. Töff luck.), Javier Solana og Ali Larijani (aðalsamn.maður Írana) eru víst að funda í Vín í dag. Spennandi að vita hvað kemur útúr þeim viðræðum. Ekki hef ég tilfinningu fyrir því að Íranir ætli sér að semja um eitt né neitt.










miðvikudagur, september 06, 2006

Fíkn vikunnar.
Í fréttum er það helst að ég er orðin forfallinn Jack Bauer sjúklingur. Ég veit allir eru búnir að sjá þessa þætti en ég var ekki með Stöð 2 og er núna fyrst að byrja að horfa á þetta af harða disknum. Ætlaði bara að horfa á einn þátt um daginn og oh my god. Ég var föst í gríðarlegri spennu með honum Jack til að ganga fjögur. Kostaði mikið geisp og kaffi á fundarsetum næsta dags. Núna þori ég hreinlega ekki að opna nýjan þátt fyrr en um næstu helgi. Þetta er eins og skín Pandóru.. ef ég opna bara pínulítið ræð ég ekkert við afleiðingarnar!










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter