mánudagur, febrúar 19, 2007

Á maður að byrja aftur?

Eins og alþjóð hefur séð er ég eiginlega hætt að blogga. Þrátt fyrir minnimaliskar athugasemdir í athugasemdakerfi síðunnar hefur síminn ekki lint látum með bónum, óskum og hótunum um frekari blogg. Hingað til hef ég verið óhagganleg sökum leti. Eftir að ég sá hótun Ástu Pars hef ég velt bloggfyrirbærinu fyrir mér af eðlislægri djúpskyggni nú síðustu 2 mínúturnar og hef velt upp mörgum athyglisverðum spurningum sem snerta um leið sjálfið, lífið og heiminn. Þær niðurstöður sem ég hef komist að er að bloggið er miðill til að markaðssetja sjálfið í þessu skemmtilega firrta samfélagi. Pakka umbúðarpappír og fallegri slaufu utan um það sem þú vilt að aðrir sjái þig vera. Það er hvati bloggara. Hvati lesenda er svo að sjálfsögðu sá hinn sami og eða læðast í annarra manna dagbækur. Forvitni og gæjuháttur er hefur alltaf verið vinsæll. Ég er nú samt svo mikið á móti markaðssetningu og nútímanum þessa dagana að ég er að spá í að vera líka á móti bloggi. Mínu þar að segja þar sem mér finnst enn mjög skemmtilegt að lesa blogg og dagbækur annarra. Málefnaleg afstaða er miklu flottari afsökun fyrir bloggleysi heldur en helber leti.

Hinsvegar vil ég ekki vera ósanngjörn. Ef ég fæ yfir 1.000 áskoranir í athugasemdakerfið mun ég taka málið til alvarlegrar íhugunar.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter