föstudagur, febrúar 28, 2003

GUÐ!
Eru einhver takmörk hversu mikið er hægt að gera sig að fífli??? -Greinilega ekki!!!!
Gerður litla var að spjalla í símann áðan, var að tala um Spánarferðina og þá sér í lagi hassreykingar þar ytra.....
Samtalsdæmi (sagt MJÖÖG hárri röddu): " Já sko, þetta er ekkert svona mikið mál þarna úti. Ég meina, þótt þú reykir hass þarna úti þá ertu ekkert dópisti. Til dæmis þá þekkti ég vel 2 stráka sem seldu og prufaði þetta sjálf. Vann mér meira að segja inn viðurnefnið HASSHAUS eftir þessa reynslu.. HAHAHAHAHA" .
Jæja, lítur Gerður svo upp og sér 2 ÍSLENDINGA horfa á hana stórum skelfdum augum. Reynast þetta þá vera 2 saklausir sveitabúar sem ætluðu að eyða helginni í Reykjavík. Fannst ekki mikið til um spillinguna sem greinilega hefur fest rætur hér í höfuðborginni og forðuðu þau sér snöggt uppá herbergi. Grunar sterklega að þar verði þau það sem eftir lifir helgar, -örugg fyrir dópistum og rugludöllum innan fjögurra veggja!.


Ok ég get bara ekki orða bundist... Ameríkanarnir sem voru að hlægja að mér áðan eru sko meiri nörd en ég!
Við erum að tala um MENN -svona sirka 30-35 ára og þeir komu með mikil nauðsynjatæki með sér, talstöðvar sem sagt! Eru búnir að vera hlaupandi um allt hótel að "testa" græjurnar. "This is dave, -roger". Roger, I hear u, over and out"..... Þeir fundu greinilega þörf fyrir að koma með óbyggðagræjur á þennan útnára, -svona ef ske kynni að við værum ekki með símasamband á Íslandi eða eitthvað. Þetta gera engir nema kanar, það þori ég að ábyrgjast!

Málsháttur dagsins, sá skal ekki kasta grjóti sem í glerhúsi býr.... Muniði þetta Bandaríkjamenn, næst þegar þið gerið grín að móttökudömunni!! ;)


Guð hvað ég er mikill lúði!
Ég sat hérna í fína lobbýinu mínu, í dragtinni með blásna hárið og þóttist vera voðalega virðuleg. Ætlaði svo að lalla upp á næstu hæð og fá mér kaffi.. Gekk ekki betur en svo að þegar ég var á bakaleiðinni datt ég um einhverja FJAN&!$& tösku og beint á nefið! Fullt lobbý af túristum og ég með lappirnar uppí loftið, kaffi útum allt gólf og fullt af flissandi ameríkönum. Mjöööög smart. Virðuleikinn farinn veg allrar veraldar. Já, já segið það bara, ég er gimp ég veit


fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Jæja þá er ég bara gengið til liðs við bloggmenninguna. Hjartanlega til hamingju ég!!


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter