þriðjudagur, júní 29, 2004

Fru Stella, ég tharf engan sjuss!!
Er í Köbenhavn.. mikið gaman.. mikill bjór.. mikið verslað.. mikill bjór.. mikið skoðað... mikill bjór. Förum á Hróarskeldusvæðið í dag... grenjandi rigning... spáð rigningu allan tímann... kaupa plast fyrir tjaldið... hvar eru byggingavöruverslanir í Kaupmannahöfn annars? Annars er mér alveg sama því að VIÐ ERUM AÐ FARA Á KELDUNA!!!


mánudagur, júní 14, 2004

Hæ hó og jibbí jei og jibbíjeiii..
Búið að vera fullt að gera í bænum.. landnámsdagur um helgina og uppákomur útá túni hjá mér allan daginn...maríuerluhreiðrið inní baðstofu státar nú af þremur ungum og svo fæ ég lítinn kettling til mín um helgina.. Er búin að herja út frí 16. og 17. júní, sem þýðir að ég má djamma á sextándanum! Og að sjálfsögðu farið í skrúðgöngu sem endar á því að kaupa stóran nammisleikjó og gasblöðru. Maður má nú ekki brjóta hefðirnar. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn minn í 3 sumur! Jess hlakka!! :)


föstudagur, júní 04, 2004

Kaos og allt á hvolfi..
Er búin að vera í fríi síðustu tvo súrealísku daga. Kannski soldið sein að koma þessu á framfæri en trúði varla að Óli grís hefði ekki skrifað undir fjölmiðlalögin. Veit ekki hvað mér finnst.. beinna líðveldi en viðgengst hér er sennilega góður hlutur og að lækka rostann í hrokafullum ráðmönnum þjóðarinnar nauðsynlegt. Veit þó ekki hvort þetta hafi akkúrat verið málið til að láta reyna á þessa grein stjórnarskrárinnar.. veit ekki hvað mun kjósa. Dabbi kom vel út í kastljósinu í gær en hvað er þó málið með að tala bara við RUV? Þessi opinbera mismunun hans er fáránleg.. Steingrímur J, öðru nafni "Rödd sannleikans" er búinn að standa sig eins og hetja og ´"dúkauppreisnin" eitthvað það töffaralegasta sem ég hef heyrt í lengri tíma. Held það sé komin tími á að Dabbi kóngur taki sér pásu og fari að semja fleiri bækur..
Í öðrum fréttum þá var Gunnhildur litla systir að útskrifast í gær og hjartanlega til hamingju með það dúllan mín!! Hún fékk rós og viðurkenningu fyrir stundvísi en það hef ég einmitt aldrei fengið -ekki einu sinni komist nálægt því hehe. Einnig fékk ég upphringingu í gær frá konu að nafni Auður sem kvaðst vinna hjá Flugleiðum.. mér bauðst semsagt í gær að vinna sem flugreyja hjá þeim í sumar, byrja á þriðjudag og vera búsett frá og með mánaðarmótum annaðhvort í Brussel eða Mílanó.. Ég sagði nei takk. Enda er ég náttúrulega komin í aðra vinnu og get ekki farið að hætta í henni úr þessu.. enda er starfið mitt mjög fínt. Að vera búsett erlendis freistaði þó.... ó vell. Svo á ég líka ammæli á morgun :)


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter