föstudagur, desember 30, 2005

Krossfararíkið Narnía.
Fór á téða mynd áðan og get ekki sagt að ég sé mjög hrifin. Ég mundi ekki mikið eftir bókinni og hlakkaði þessvegna nokkuð mikið til að sjá myndina en það rifjaðist þó fljótt upp fyrir mér hversu gríðarlega pirrandi mér þótti bókin. Myndin var alveg eins. Klúðursleg, illa útfærð og pakkfull af bæði kynþátta og kynjafordómum. Enda er megin tilgangur hennar að sjálfsögðu kristniboð en ekki vel samin sögu. Táknin, klisjurnar og allegóríurnar voru bara hreinlega of augljósar til að ég gæti gleymt þeim og notið ævintýrisins og "töfraheimsins". Góða liðið klæddist vestrænum riddarabúningum meðan vonda liðið var með nettu træbal-þriðjaheims ívavi. Höfðingi góða liðsins var karlkyns meðan vonda nornin var kona. -Konan tapaði svo að sjálfsögðu enda hefur lengi verið vinsælt að kvengera óvini vesturlanda. Einu stelpurnar í myndinni voru væsklar og þó var búið að styrkja þeirra hlut miðað við bókina. Er ekki full þreytt að gera svona myndir árið 2005?










fimmtudagur, desember 08, 2005

Geisp.
Er félagsleg og pólitísk upplausn samfélagsins orsakavaldur Islamistahreyfingarinnar og mannréttindavakningar Norður Afríku. Er óöryggi íbúa og valdatómarúm orsökin fyrir vinsældum þessarar nýju hreyfinga. Já, sá spyr sem ekki veit. Eða hvað með kenningar Perkins um stjórnmálaþróun Túnis á móti kenninga Milton-Edwards um Arabaríkin? Hvenær, hvenær, ó hvenær verður þetta bévítans heimapróf búið?










miðvikudagur, desember 07, 2005

Jólastemmarinn.
Upplýst IKEA jólatré, kertaljós og væmnum jólalögum sem berast út um kvistgluggann. Maður verður nú að hafa það huggulegt við lesturinn. Annars finnst mér skemmtilegast þessa dagana að skipuleggja jólastúss en ekki læra. Við sambýlingurinn vorum einmitt að enda við að plana æðislegt jólapartý sem skal haldið þann 21. desember en síðan verður haldið í kjól og hvítu á jólaball háskólanna. Sem er haldið á Brodway sælla minninga. Býst við heilum her af menntaskólanemum og einstaka háskólanema sem fæddur er 1985 en það verður bara fyndið. Við sambó ætlum samt að spyrja um skilríki á barnum til að forða litlum börnum frá því að splæsa drykkjum á kellingarnar.










þriðjudagur, desember 06, 2005

Leyndó...
Jalieg balier saliad talaba alieynbaliimailál. Þalieir balise baliem skaliilj balia faliá bjaliór falirá maliér alií valierð baliau alien. Djaliö faliull laliey balieð aliist maliér.










föstudagur, desember 02, 2005

Boggart á Bessastöðum.
Fór á Bessastaði í gær og fannst dótið hans Óla markverðast. Hann ku eiga málverk upp á óteljandi milljónir króna og ómetanlegar formynjar í kjallaranum, en kolaportslegar styttur og áprentaða steina á efstu hæðinni. Þess má geta að allt flotta dótið hefur grísinn keypt sjálfur en allt kolaportsdótið eru gjafir. Þetta er samt góð vitneskja, ef ég einhverntíma gerist svo forfrömuð að gefa forsetanum pakka þá þarf hann greinilega ekki að vera flottur. Og kallgreyið neyðist samt til að stilla honum upp. Dorrit hlýtur að gráta þegar hún á leið í gegnum þessi herbergi. Útsýnið frá höfðingjasetrinu er líka yndislegt, sérstaklega í svona kyrru og fallegu veðri eins og í gær. Svo einhvern fáránleg rómantík sem svífur yfir vötnum núna. Dagurinn fer næstum allur í ljósaskiptin með allri þeirri litadýrð og svo tekur við stillt og stjörnubjart kvöld þar sem jólaljósin blika í takt við stjörnurnar. Í stíl við væmna skapið fengum við að horfa á Casablanca í skólanum í dag. Hún var æðisleg. Og ég felldi næstum tár.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter