þriðjudagur, júlí 18, 2006

Hús andanna.
Saga dagsins fjallar um íbúðina mína hérna í Vín. Fyrir ófróða þá bý ég í mjög gömlu húsi í miðbæ borgarinnar og leigi þar herbergi hjá þýðverskri konu. Mjög áhugaverðri konu en hún er samt ekki efni þessarar sögu. Íbúðin sem ég bý í var hluti af ævafornu munkaklaustri og tilheyrði valdamikilli reglu um aldaraðir. Hér er því hátt til lofts og vítt til veggja eins og sæmir slíkum húsakynnum en það flottasta eru samt leynigöngin. Já þið heyrðuð rétt, leynigöngin. Hér eru sumsé göng sem lágu milli klaustra og kirkna af sömu reglu með útgönguleiðum á torgum og fleiri stöðum. Þessi göng eru í fullu fjöri enn þann dag í dag en því miður hafa borgaryfirvöld múrað fyrir allar inngönguleiðir útaf dópistum og rugludöllum sem voru farnir að stunda staðinn. Nágranni okkar hefur þó enn umráð yfir einhverjum búti gangnanna og heldur víst stundum partý þarna niðri. Þá lýsir hann allt með blysum, dúkar borð og leigir strengjasveit. Vonandi verður eitt stykki svona partý meðan ég bý hérna!

Kristnu munkarnir sem forðum réðu hér ríkjum eru nú farnir veg allrar veraldar en önnur regla annarrar trúar hefur tekið við völdum. Búddamunkar. Þeir hafa smám saman keypt upp allt húsið og eru óðum að breyta því í trúarlega miðstöð. Nú þegar er komin bænamiðstöð, veitingastaður og verslun. Flestir íbúarnir eru búddamunkar eða áhangendur trúarinnar og það er verið að byggja fleiri íbúðir uppi á þaki sem bara á að selja búddatrúarfólki. Hér hanga marglitir trúarfánar út um alla ganga og á vissum tímum heyri ég munkana kirja og hringja bjöllum.










fimmtudagur, júlí 13, 2006

Anna litla fatlaða.
Mynduð þið trúa eftirfarandi sögu frá smjörgreiddum og súkkulaðibrúnum Vínarbúa í opinni Gucci-skirtu? Fyrrnefndur Vínarbúi eyddi löngum stundum síðastliðna helgi við að segja undirritaðri frá lífi sínu og starfi. Kvaðst smjörpinninn vera menntaður sjávarlíffræðingur og sérhæfa sig í höfrungum. Soldið óvenjulegt fyrir Austurríkismann þar sem landið liggur ekki að sjó en látum það liggja milli hluta. Hélt þá sagan áfram og reyndist sjávarlíffræðingurinn vera búsettur á Hawai þar sem hann syndir iðullega með áðurnefndum villtum höfrungum sem hann hefur vingast við og þekkir persónulega. Eyða þeir löngum stundum saman meðal kóralrifja. En hörfrungaelskandi sjávarlíffræðingurinn lét hér ekki staðar numið. Sökum manngæsku og ást á börnum snýst starf hans einnig um að vinna með fötluðum börnum. Fötluðu börnin synda sumsé meðal vingjarnlegu villtu höfrunganna sér til andlegrar og líkamlegrar uppliftingar. Allt fyrir tilstuðlan smjörpinnans. Fylgdu nú ýtarlegar og væmnar lýsingar á níu ára stúlkunni Önnu og vini hennar úr sjávardjúpunum, höfrungnum Ocean Beauty. Nú spyr ég, er þetta sönn saga? Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar.










mánudagur, júlí 10, 2006

Vín og lítil bleik svín.
Borgin sem kennd er við áfengan drykk er mjög kúltiveruð. Gömul og glæst hús sem spanna alla byggingarstíla frá miðöldum til barrokk og klassisma. Heimsklassasöfn á hverju strái og flestar búðirnar bera merki Dior, Luis Vutton og Gucci. Meira að segja götuspilararnir eru af hærri klassa en ég hef áður kynnst og ég gleymi mér stundum heillengi við að stoppa og hlusta á þessa snillinga. Einn víóluleikari sem ég sá hjá gömu keisarahöllinni á leið af fundi var sérstaklega góður og tókst að láta mig gleyma stund og stað með einstaklega angurværum og fögrum tónum. Sumarið hér hefur verið einstaklega gott, svo gott að stundum finnst manni nóg um en hitinn hefur verið yfir 30 stig síðan ég lenti. Svona mikill hiti fer sumu kaffilitu fólki vel en ég er bara bleik. Bæði brennd af sól og rjóð af hitamollu. Mér finnst ég líkjast einna helst bónusgrísnum.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter