föstudagur, desember 08, 2006

Besta bleijuauglýsing í heimi
Fílharmónikkutónleikarnir voru hinir skemmtilegustu. Þar sem það var uppselt á þá fyrir kristburð ákváðum við starfsnemarnir að fara bara í standpláss. Maður getur sumsé mætt samdægurs, beðið i röð í 2-3 klukkutíma og fengið standmiða á 3 evrur. Til samanburðar kosta miðar á gólfinu sirka 200 evrur. Hef ég gert þetta áður og alltaf verið fínt stemmning í röðinni. Allir tjillaðir í gallabuxum og mæta með spil, bækur og gítarra í röðina. En ekki núna. Þar sem þetta var víst eitthvað "event" í Vín þá var allt snobblið borgarinnar mætt á svæðið. Og þeir sem fengu ekki 200 evru sætin urðu að sætta sig við stæðin. Við krakkarnir eignuðumst góða vinkonu þarna í röðinni sem mætti til leiks í svaðalegum satínkjól, stuttum minkapels og með demanta. Henni fannst við eiga lítið erindi á þennan viðburð og gerði sitt besta til að troðast fyrir framan okkur í röðinni og stela stæðunum okkar. Þegar við skömmuðum hana og báðum hana að vera ekki að þessari frekju hvæsti hún á okkur ,,vinur minn dó í gær!". Einmitt, og þessvegna var hún í ballátfitti á tónleikum? En lítilmagninn hrósaði sigri að lokum og demantadrottningin flúði af hólmi þegar við kölluðum á vörð. En annars voru tónleikarnir töff sko. Mun horfa á þessa bleijuauglýsingu með öðrum augum eftir þetta.


þriðjudagur, desember 05, 2006

Menningarfrömuðurinn
Ohhh ég er svo menningarleg. Í kvöld hlýði ég á Requiem eftir Mozart, í flutningi Fílharmónikkunnar í Vín. Tótallí. Ég plataði Ástu á msn í gær og sagði að ég vissi ekkert hvað Requiem væri en hefði verið sagt að það væri krúttlegt. Henni var ekki skemmt. Ég var samt tótallí að ljúga. Ég hef alveg heyrt það. Það er til dæmis oft bleyjuauglýsing í sjónvarpinu þar sem þeir spila stefið úr Requiem undir.


mánudagur, desember 04, 2006

Ungverskur kastali og kæstur hákarl.
Í örvæntingu leita ég að einhverju skemmtilegu til setja á þessa síðu. En til einskis. Ég er greinilega bara fremur leiðinleg. Allavega dettur mér ekkert skemmtilegt í hug. Í dag fór ég á fund í sendiráði Ungverjalands (kastala). Það var þjónn sem tók á móti mér og fylgdi mér í gegnum kastalann. Það var töff. Hvað annað. Já ég bauð sambýlingnum honum Peter í mat í kvöld. Eftir að hafa þekkst matarboðið sá hann alfarið um innkaup og eldamennsku. Bragðaðist vel. Ætti ég að taka þessu sem vantraustsyfirlýsingu? Ætli honum hafi ekki litist á kæstan hákarl úr frystinum..


föstudagur, desember 01, 2006

Sko, víst blogga ég (stundum)
Var á basar hjá kvennfélagi Sameinuðu Þjóðanna. Ógjó töff básar frá öllum heimshornum. Keypti furðulegt stöff. Held að ókeypis rauðvín sé mjög söluhvetjandi. Gott að ég bý ekki í Vín mikið lengur. Annars hefði ég líka keypt þunga furðulega hluti.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter