föstudagur, maí 30, 2003

Kæru tíu manneskjur. Ég hef ákveðið að hætta að blogga, er búin að fá hundleið á þessu net-dæmi og nenni hvort eð er aldrei að skrifa. Þið fáið sem sagt bara venjulegan emil frá mér í sumar. Blessssssssssss










föstudagur, maí 23, 2003

Halló spalló!
Það er fjórði seinasti dagurinn minní vinnunni í dag. Er að keppast við að klára öll mín verkefni og vinnur áður en ég hætti + það að skipuleggja skrifstofuna (sem er sko EKKI vanþörf á) og svo fannst yfirmanni mínum mjög sniðugt að bæta á mig aukaverkefni í dag. Allverulega stóru aukaverkefni sem tekur líklega 1-2 daga.... Dauði og aftur dauði. En hvað ég hlakka óstjórnlega mikið til að byrja í skóla aftur. Að fara að gera eitthvað fyrir MIG en ekki einhvern kall útí bæ. Úff og púff.
Annar er það helst að frétta að ég skellti mér í River Rafting á miðvikudaginn. Var farin hótelferð í Hvítá og var alveg GEGGJAÐ gaman. Reyndar virtist tilgangur ferðarinnar vera meira í þá átt að hafa fólk meira í ánni heldur en í bátunum þar sem ekkert tækifæri var ónotað til að henta fólki úr bátum, skvetta á aðra báta eða fara í leiki sem miðuðu allir að því að detta útí. Semsagt eitthvað fyrir mig ;) Svo var stoppað á miðri leiðinni í djúpu gljúfri og gátum við klifrað uppá miðjan gljúfravegginn, staðið þar á lítilli steinnibbu og látið okkur vaða 12 metra niður í straumharða ánna! Að sjálfsögðu lét ég mig vaða enda ekki í hörkufélaginu fyrir ekki neitt en þetta var sko drulluscary en samt alveg hreint ótrúlega skemmtilegt. Svo eftir árbuslið var grill, veigar og "chill" uppí skála. Verð að segja að þetta er með skemmtilegri boðsferðum sem ég hef farið í og mæli alveg óhikað með Destination Iceland -takk fyrir mig :)
Svo er ég búin að redda mér fríi á morgun, er að fara í brjálað Eurovison grillpartý og það er verið að spila Gleðibankann í útvarpinu..... Lífið er yndislegt










þriðjudagur, maí 20, 2003

Geðbilun á hæsta stigi!
Ég var að finna bestu afsökun í heimi.. það var alltí einu að renna upp fyrir mér að ég er að fara út eftir 12 daga og ég ekki búin að kaupa mér neiiiin ferðaföt.... Vantar mig ekki eitthvað fallegt? Get ég verið þekkt fyrir að láta sjá mig í Þýskalandi í tískufötum seinasta árs??
Ég byrjaði sko voðalega hæversk á að ætla að kaupa mér strigaskó og einhverjar flottar sumarbuxur.... svo áttaði ég mig á því að ég á engan jakka.. og enga djammskó.. og engar peysur.. engin djammföt...og enga sumarboli.... eiginlega bara engin föt yfir höfuð!
Gleymiði bara öllum gróusögum sem þið hafið heyrt um 5kg peysusafnið úti á Spáni eða 2 fullar kommóðuskúffur af djammbolum. Sjö gallapils eru ekkert svo mikið og að eiga 9 stígvél er mjög alengt! Vantar mig í alvörunni nýjan fataskáp eða er þetta kaupæði á hæsta stigi? Ætti ég að fara í Kringluna eða sækja um að komast í "shopoholics" þáttinn hjá Opruh....










fimmtudagur, maí 15, 2003

Jájá ég er annþá á lífi! Ég VEIT ég er löt að skrifa inná þetta blogg en let´s face it, allir (10 einstaklingarnir) sem lesa þessa blessuðu síðu eru hvort eð er fólk sem ég tala við reglulega þannig að...... En anywho.. ef þú ert einhver afvegaleiddur einstaklingur sem hefur villst inná þessa blessuðu síðu mína þá skal ég kynna mig hérmeð... Gebba er ég nefnd, kennd við Spears sökum meints "pjatts" og pæjuskapar útá Spáni. Eitthvað held ég að yngismeyjarnar sem gáfu mér þessa skemmtilegu nafnbót verði að fara að endurskoða málið þar sem pæjuskap og pjatti er ekki fyrir að fara hjá minni konu þessa dagana. Þvert á móti, ég stend nú í óðaönn við að undirbúa mig undir væntanlega þýskalandsdvöl með því að safna hári á öllum stöðum mögulegum (og þið viljið ekki vita HVAR!), æfa mig í hár-túberingum, andlitshárs/skegg-litunum (fyrir ofan efri vörina þið vitið), bjórþambi og jóðli. Ég mun falla inní hið þýska mannlíf eins og flís við rass, -sanniði til!
Þessa dagana hefur Frk. Spears einnig reynt að vera pólitísk og hugsandi og gerðist nýlega harður fylgismaður Vinstri Grænna. Öllum hinum flokkunum er fulllýst í hennar huga með lýsingarorðinu "plebbi" sem er einmitt uppáhaldsorð Gebbu í augnablikinu. En ef þið viljið nánari útlistingu á hvað orðið "plebbi" stendur fyrir þá er það tilgerð, sleikjuskapur, uppskafningsháttur "meikháttur" og ofurpæjuskapur! Gebba er einmitt mikið að spá í að skrá sig í raðir baráttumanna hins eina sanna vinstri flokks og hvur veit, kannski kemst ykkar eina sanna Britney wannabye (jæja ÖNNUR sanna á eftir Erlu) inná þing. Gæti jafnvel orðið ráðherra einn góðan veðurdag! -Eða forsætisráðherra! Ohhh hvað heimurinn væri betri staður ef ÉG gæti stjórnað honum..... Finnst ykkur það ekki?????










þriðjudagur, maí 06, 2003

Úff hvað maður getur orðið grænn! Var að lesa heimasíðuna hans Boga og allt í einu fannst mér þýskalandsferðin mín bara ekkert spennandi! Jæja ok, ég segi nú ekki EKKERT spennandi en eitthvað voðalega lítil og sæt eitthvað miðað við eitt stykki heimsreisu! -Einhverntíma ætla ég líka að gera þetta, bíddu bara heimur, bíddu bara.
Horfði annars á Survivor í gær og helvítis barbíbandalagið kaus Cristy burtu! Ljótu gærur, og Robb smobb!! Iss piss, ég vona að ekkert af þeim þremur vinni. Held ég sé farin að halda með Matthew hinum geðveika núna. Hann er allavega sterkur og ætti að geta unnið immunity. Úff svo er LOKAÞÁTTUR af Bachelorette á fimmtudaginn!!! Spennandi... veit reyndar hver vinnur en einhverra hluta vegna er ég samt mjög spennt.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter