miðvikudagur, desember 24, 2003

:) GLEÐILEG JÓL LÖMBIN MÍN :)

Sól í hjarta og gleði í sinni. Óska ykkur öllum gleðilegrar jóla og vona að þið fáið fullt af pökkum, góðum mat, fjölskylduvæmni og snjó. Hóhóhóóó....










fimmtudagur, desember 18, 2003

Jahá, þabbara svona..


What Famous Leader Are You?












sunnudagur, desember 14, 2003

Dabbi minn er veikur og hinn Dabbi er greinilega GEÐveikur...
Það versta sem gat gerst gerðist í gær. Minn trúi og tryggi förunautur, Davíð aðstoðarkóngur, veiktist. Alvarlega. Brósi kíkti á hann og sagist halda að hann mundi sennilega ekki ná sér. Afar, afar slæmt með tilliti til þess að allar glósurnar mínar fyrir næsta próf eru einmitt í vörslu Dabba og hann ekki viðræðuhæfur. Með mikilli lagni og hæfni tókst elskulega yndislega brósa að kveikja á honum í sirka 10 mínútur, akkúrat nógu langt til að brenna glósurnar fyrir prófið og svo dó hann aftur. Og er ennþá í dái. Seinasta prófið er á föstudaginn og ég ætla að skrópa í aðferðarfræði á morgun. Ég er ekkert búin að læra um helgina. Davíð (Oddsson ekki aðstoðarkóngur) er að ganga af göflunum og vill skammta sér svipaðan skammt og hann hafði af Kaupþingsbræðrum og finnst það ekkert nema "eðlilegt". Síðan hvenær er það eðlilegt að þú vinnir fyrir einhvern en skammtir þér samt sjálfur laun og að vinnuveitandinn hafi bara ekkert um það að segja?!? Nei ég bara spyr..... Kannski er vitleysa að vera að hætta í stjórnmálafræðinni, nokkrar tugi milljóna í eftirlaun og bónusa hljóma ekkert illa....










miðvikudagur, desember 10, 2003

Ríkiskerfið hefur tekið á sig eigið lífsform, óháð mönnum og málefnum, og er embættismaðurinn ekki nema peð í eigin sköpunarverki sem hefur tekið af honum öll völd og háir nú styrjaldir í hans nafni. Það er ekki ofsögum sagt að bylgingin hafi étið börnin sín!!
Fyrsta háskólaprófið búið. Og það gekk bara þótt furðulegt sé, betur en ég hélt! Gekk voða vel á stuttu skilgreiningunum og krossunum en gamanið kárnaði þegar kafa átti djúpt í efnið í ýtarlegu ritgerðunum (ójá í fleirtölu!). Gat alveg eitthvað smá en ekki einu sinni nálægt þessum 7 til 10 blaðsíðum sem kennarinn var búinn að tala um. Þannig ég fór að skálda og skreita eða með öðrum orðum sagt, bulla. Að endingu var ég komin á þeysiflug í bullinu og kepptist um að vera eins háfleig og fræðileg ég gat með þeirri von að það mundi hljóma nægilega gáfulegt og rétt.. Gat ekki stillt mig um að glotta að úrlausnunum mínum þegar ég fór yfir eina 20% ritgerð og hún var samansett af sirkabát hálfri blaðsíðu af staðreyndum og svo 3 af blaðri.. Setningar eins og "hugmyndafræðilegar himinhæðir", hin fangelsandi hringiða alþjóðasamfélagsins" og fleiri góðar fæddust og verður fróðlegt að sjá hvort blaðurhæfileikinn minn sem hefur hingað til frelsað mig frá lögreglusektum, flugvallarsektum og lestarfargjöldum mun nýtast í Háskólanum. Spennandi ha ;)










Dauuuuuði!!!
Eftir nákvæmlega 6 klukkustundir og 13 mínútur mun ég hitta þennan mann í aðalbyggingu Háskólans... Helvítis próf.. grrrrrrrrrr










mánudagur, desember 08, 2003

Lífið í skugga prófa..
Djöfull hljómar þetta snassí! Barasta eins og bókartitill, jafnvel spurning um að gefa út bók, tileinkaða stressuðum ungmennum sem árlega ganga í gegnum þetta helvíti. Linda Pé og Rut varið ykkur! Annars þá er ég bara búin að skemmta mér við að lesa alþjóðastjórnmál og félagsfræði undanfarna daga. -Já það og dást að börnunum mínum auðvitað! Mjög truflandi að hafa þessa sætu sætu sætu kisulinga svona nálægt, alltof mikil truflun! Er annars byrjuð að taka bara einn kettling í einu og hafa hann bara í kjöltunni við lærdóminn, sameina kattaráráttuna við skylduna. Finnst líka hvítur kettlingur fara vel við stöðu alþjóðastjórnkerfisins á 19. öld.... Svo er bara að vona að ég nái prófunum en ef að ég fæ það sem ég á skilið (miðað við ástundun og fleira í vetur) þá fell ég. Gaman að komast að því hvort tossaaðferðirnar mínar síðan í Versló virki ennþá. Hef grun um ekki samt en það kemur allt í ljós..










miðvikudagur, desember 03, 2003


Sjáðu hvaða týpa þú ert

Hummmm....................










Hin ógurlega Akureyrarferð nálgast!
Fest hafa verið "kaup" á lúxusvillu í hjarta norðurlands fyrstu helgina í janúar eða nánar tiltekið 2-4 janúar. Öll kaup voru gerð í boði Verslunarmannafélags Reykjavíkur og þáttakendum í ferðinni ekki gert að greiða meira en eitt til tvöþúsund króna skráningagjald sem er hreint gjafaverð. Markmið ferðarinnar verður af ýmsum toga. Boðið verður uppá fjölbreyttar menningarlegar skemmtanir svo sem eins og ferð á Byggðarsafn Akureyrar, tékkað á matarmenningunni á Bautanum og gerðar félagsfræðilegar athuganir á "mannfólkinu" á Sjallanum.
Semsagt, er þetta ferð sem enginn má missa af og eru ennþá nokkur pláss laus! Eina þáttökuskilyrðið er að þú sért kvennkyns (sorrý strákar mínir), þekkir mig, Asöbu eða Hobbitan, eigir tvöþúsund krónur og sért tilbúinn í mikið og skemmtilegt djamm!!










mánudagur, desember 01, 2003

Jæja vænur og vænir
Enn á ný hafa mér borist kvartanir varðandi lélegheit við bloggið. Ég lofa að reyna að taka mig á en einhvernvegin fynnst mér þetta ekki stórt vandamál þar sem að mér vitandi eru einu manneskjurnar sem lesa þetta blessaða blogg í vinahópnum og vita þar af leiðandi allt sem gerist í mínu lífi hvort sem er. Ó já, slúðrið í hópnum er mikið og háþróað. Annars þá vil ég einnig mótmæla færslu sem ég fékk inná kommentakerfið mitt um daginn.... fannst mér þetta lélegt og ljótt skot og ekki vinkvenndi sæmandi. Þú tekur það til þín sem átt það en vita skaltu að ég býst við meiriháttar sleikjuherferð af þinni hálfu til að bæta fyrir þetta! *hnuss*
Annars þá er það fréttnæmast að enn á ný á ég ekkert líf. Eyddi helginni í faðmi familíunnar og reyndi að læra. Tókst nú að komast yfir eitthvað en ekki var það mikið.. sirka 1/4 af því sem ég ætlaði að lesa... ÚPS! Fyrsta prófið er eftir rúmlega viku og er sko farin að svitna... ekki perla heldur rennur hann í stríðum straumum af stressi!! Ef einhver vill taka mig í aukatíma eða gefa mér kick-ass glósur úr Alþjóðastjórnmálum, Félagsfræði, Aðferðarfræði eða Íslenska stjórnkerfinu þá verður sá hinn sami nýji besti vinur minn að eilífu. -Væri kannski sniðugt fyrir þig svikakvenndi að nota gömlu glósurnar þínar í sleikjuherferðinni miklu hummmmm.....










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter