mánudagur, maí 31, 2004

Skemmtilegt..
Fann þetta skemmtilega próf á síðunni hans Gulla. Samkvæmt því er ég góð líkt og móðir Theresa, krafmikil líkt og kókómaltkisan, ábyrgðarfull líkt og Edda Ásgerður, virðingarverð líkt og Vigdís Finnbogadóttir, óvenjuleg líkt og Ástþór Magnússon og byltingarmaður líkt og Mel Gibson í Braveheart.. Það er ekki leiðum að líkjast! ;)

GGood
EEnergetic
RResponsible
DDignified
UUnusual
RRevolutionary

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com


miðvikudagur, maí 26, 2004

Landnámskona með meiru!
Vá hvað það er búið að vera mikið að gera! Ég er komin austur í Þjórsárdal og er búin að þrífa og skrúbba allan bæinn, stilla upp gærufeldum, kistum og ísbjarnarskinni, setja upp kassa, tengja posa og laga klósettið [aaalein og sjálf takk fyrir!!]. Það er semsagt búið að opna bæinn og ég fékk fyrstu túristana í heimsókn í dag. Komu til mín 70 grunnskólanemar úr 5.bekk í morgun og fengu þau þann heiður að vera vígsla mín inní hinn útvalda hóp leiðsögufólks. Krakkarnir voru vægast sagt æðislegir, þvílíkt áhugasöm og skemmtileg og spurðu alveg helling. Einn hópurinn var meira að segja búinn að eyða mörgum dögum í að undirbúa sig fyrir ferðina og mættu öll vígbúin, í skikkjum sem þau saumuðu í handmennt og með sverð og skildi úr smíðatímum. Þau fóru svo í hörku sverðaslag eftir að hafa skoðað bæinn og skiptu sér upp í tvö lið -heiðna og kristna ;). Þetta fundu þau upp sjálf.. algerir snillingar híhí!! Fékk svo óvænt heila rútu af þýskurum sem komu að skoða og komst ég að því að þýskan mín er vægast sagt ryðguð eftir veturinn... ég skildi þau alveg en stamaði eins og versta fíbbl þegar ég reyndi sjálf að tala.. nú er sko bara málið að liggja aðeins yfir kennslubókunum!!
Leiter pípol -sveitskutlan!


þriðjudagur, maí 18, 2004

Sveitasæla og Júróvæl.

Júró brást ekki vonum frekar en fyrri daginn. Lélegheit þessarar keppni er ekki auðvelt að jafna enda er þetta ein mesta snilldarskemmtun ársins. Nú í ár voru trommuheilarnir við líði en vælið í honum Jónsa greyinu féll ekki í góðan farveg. Við í súlupartýinu skemmtun okkur þó afar vel og fögnuðum rækilega þegar einhverjir góðir aðilar eða íslenskir námsmenn í útlöndum, sáu sér fært að gefa okkur 2 eða 5 stig. Fórum svo í bæinn og dönsuðum við fleiri hallærislega Júrósmelli og var bara massagaman. Gerður litla var þó edrú og var það ánægjuleg tilbreyting að horfa á alla aðra fulla og vitlausa. Svona í öðrum fréttum þá er ég víst komin með sumarvinnu... ég er semsagt að flytja útá land í sumar og mun verða leiðsögukvenndi á Þjóðveldisaldarbænum í þjórsárdal. Skrapp einmitt þangað uppeftir áðan að líta á aðstæður og heilsa uppá yfirmenn og leist bara ofsalega vel á. Frábær aðstaða þarna uppfrá... frír matur, líkamsræktarsalur, sundlaug, ljósabekkir, sjónvarpssalur, tölvur og fleira og fólkið hvert öðru almennilegra. Verð að stússast aðeins fyrir bæinn í vikunni og svo flyt ég bara austur á mánudaginn! Þannig að um helgina verður seinasta tækifærið í langan tíma til að njóta míns einstaka og andríka félagsskapar... Jafnvel að maður skelli sér aðeins í bæinn... maður verður nú að láta Reykjavík sakna einhvers hehe ;)


mánudagur, maí 10, 2004

Sumar og sól!
Ég er bara að átta mig á því núna að það er komið sumar. Grasið orðið grænt, sólin hætt að setjast og gróðurilmur í lofti. Ísland er yndislegt!! Prófin eru annars búin og mér gekk bara ágætlega. Á reyndar eftir að gera eina ritgerð en mun án efa rúlla henni upp. Er á fullu núna að leita mér að vinnu og er með nokkur járn í eldinum.... gæti jafnvel verið að ég gerðist sveitalúði í sumar og væri bara ekkert í bænum!!! Allamalla! Djammlíf Reykjavíkur verður ekki samt, það er ég viss um.


laugardagur, maí 01, 2004

Pirrandi!
Djöfull er þessi dagur LEIÐINLEGUR -og það er bara komið hádegi.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter