laugardagur, júlí 24, 2004

Teppi og góð bók
Rigning og hráslagi réði ríkjum í hér í sveitinni í dag. Svona veður þar sem mann langar ekkert frekar en að hjúfra sig undir hlýju teppi (helst flís takk), með bók og eitthvað gott að drekka. Vera í náttfötunum allan daginn og gera ekki neitt. Veit það á að vera hásumar hér á Klakanum en datt allt í einu í þennan svakalega vetrarfýling. Var því ekki í mjög þjónustulunduð í dag og reyndi mitt besta til að forðast gestina og fá að lesa í friði inní móttöku. Ég byrjaði nefnilega á nýrri tilraun i dag en hún miðar að því afar menningarlega markmiði að kynna sér bókmenntir Halldórs Laxness. Í 5 ár, eftir að hafa lesið Íslandsklukkuna í Versló, hef ég haldið því framm að nóbelsskáldið okkar sjálft væri ofmetnasti rithöfundur Íslandsssögunnar og tók þá bjargföstu ákvörðun að lesa ekki annan staf skrifaðann af þessum höfundi. Mér fannst allar persónur sem hann skapaði í þessari bók hreint út sagt óþolandi en varð þó að gefa honum stig fyrir að láta mig hata þær svona innilega. Hef þó í gegnum árin heyrt vitnað bækur hans hverja á fætur annarri og vil ekki lengur vera útundan. Hef því ákveðið að gefa honum annan séns. Þó ekki væri nema til að fussa yfir öðrum verkum.
Í öðrum fréttum þá fann ég í dag heimili fyrir annan heimilislausa kettlinginn sem bjó hjá mér í Þjóðveldisbænum og var næstum búin að pranga hinum inná sjálfan Örn Árnason, betur þekktan sem Davíð Oddsson eða Bogi róni. Hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér í þessum hlutverkum og varð fyrir miklum vonbrigðum að hann var hvorki með krulluhárkolluna né kardemommudropana með í för..
Pís out homies!


fimmtudagur, júlí 22, 2004

Í minningu..

Var stödd í baðhúsinu í gær þegar Gunnhildur systir hringdi með þær fréttir að einn kettlinganna okkar, hann Jökull, hefði látist á Dýraspítalanum Víðidal í gær. Hann fékk víst einhvern sjúkdóm sem þurrkaði upp líkamann og lést eftir nokkra daga veikindi. Jökull var bara 8 mánaða gamall en var fyrstu mánuði ævi sinnar betur þekktur undir nafninu Sunna. Það var ekki fyrr en um 2 mánaða aldurinn sem við loks föttuðum hvað þetta stóra milli lappana á honum væri og var nafninu því snarlega breytt! Jökull fékk frábært heimili hjá þeim Huldu og Haffa þar sem hann lifði eins og kóngur í ríki sínu og var spillt af eftirlæti. Seinast sá ég hann á kattasýningunni í maí en þá rústaði hann systkinum sínum í kisukeppninni og voru dómararnir afskaplega hrifnir. Hvíldu í friði rúsínan mín..


þriðjudagur, júlí 20, 2004

Vá... ég held bara að skutlan sé loksins farin að standa undir nafni! Ég skrapp í heimsókn í gær til vefhönnuðarins mikla og við eyddum kvöldinu í pizzu át (það var hár í pizzunni.. pitsuhöllin í mjódd ef einhver hefur áhuga á að EKKI-panta frá þeim), OC-gláp og síðast en ekki síst... að gera nýja síðu!! Skutlan hefur loks fengið afar tímabæra andlitslyftingu og segi bara TAKK ÆÐISLEGA AUBBA MIN FYRIR ÞESSA FALLEGU (og skutlulegu) SÍÐU!!!


mánudagur, júlí 19, 2004

Siðmenning
Þá er tími lopapeysna og gúmmítúttna vikunnar að líða og í kvöld mun ykkar einlæg una sér í faðmi hinnar siðmenntuðu Reykjavíkur. Þetta unaðslega, siðfágaða faðmlag mun standa yfir í tvo daga en á fimmtudagsmorgun verða tútturnar dregnar fram og enn á ný brunað til fundar við grunnhyggið landsbyggðarpakkið. Ef einhver af mínum hámenningarlegu vinum æskir þess að njóta andríks félagsskapar míns þá vitið þið af mér.. Mig langar afar mikið í bíó... ef einhver er geim með mér á Shrek þá mun ég sæma viðkomandi andríkis- og hámenningar orðu júlímánaðar. Í öðrum fréttum þá verður þetta síðasta bloggfærslan á þessa síðu en Skutlan er í þann veg að gangast undir miklar breytingar og stendur vonandi undir nafni eftir það..


þriðjudagur, júlí 06, 2004

Keldan og Köben!
Þá er ferð ársins lokið. Og hún var skemmtileg. Eyddum 3 dögum í Kaupmannahöfn við að skoða strikið, Ráðhústorgið og hina ýmsu bari, skemmtilstaði og kaffihús Kaupmannahafnarborgar. Held þó að higlight dvalarinnar í höfuðborginni hafi verið þegar Danmörk keppti í undanúrslitunum í EM og var leiknum sjónvarpað af risaskjá á Ráðhústorginu. Gjörsamlega stappað af fólki og geggjuð stemmning -í fyrri hálfleik þar að segja. Stemmningin dalaði aðeins við fyrsta markið, við seinna markið fóru viðkvæmir að gráta og við þriðja markið fóru allir heim. Allir Danir þar að segja en við fórum auðvitað bara á fyllerí. Hróarskelda sjálf var síðan svo ólýsanlega frábær að ég legg varla í að lýsa henni nákvæmlega. Leðja, bjór, stígvél, hávaði, æðislegt fólk, frábærir tónleikar og ég ætla sko pottþétt að fara aftur. Eina góða við að koma heim til Íslands var hrein sturta en ég held ég hafi verið í yfir klukkutíma undir sturtunni með hina ýmsu skrúbba, krem og áhöld til að ná eðlilegu ástandi. Brunaði svo austur í Þjórsárdal í morgun og var greinilega ennþá verið eitthvað eftir mig eftir hátíðina að ég villtist á leiðinni (hef by the way verið að vinna hérna í næstum einn og hálfan mánuð) og endaði á Flúðum. Fattaði ekki neitt fyrr en ég sá skiltið sem á stóð "Velkomin til Flúða" en hafði þó eitthvað verið að velta fyrir mér hvað landslagið hafði breyst mikið á þessum 10 dögum. Held ég fari bara að halla mér núna......


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter