laugardagur, júlí 30, 2005

Guðmundur frændi.
Jæja, ég lofaði víst færslu. Sit hérna í Lazy boy-inum og slafra í mig frönskum og kóki til að reyna að drepa þynnkuskrímslið sem öskrar innra með mér. Mini-djammið í gær varð auðvitað ekkert mini heldur mega. Líðanin í morgun var heldur ekki upp á það allra besta get ég sagt ykkur. Hélt ég mundi æla þegar strákarnir fóru að sjóða egg í morgunmat og skola niður með kaffi og rauðvíni -hvað er það?! Sat nú bara skjálfandi við matarborðið, með Alka Seltser í glasi, og horfði með hryllingu á þessar aðfarir. En núna er það bjútí-blundur og svo deit við Gael í kvöld á Kaffibarnum.


sunnudagur, júlí 10, 2005

Senor Bernal.
.
Örlögin bönkuðu á dyrnar í partýinu í gær. Strákarnir sáu víst til spænska sjarmörsins, Hollywoodleikarans og töffarans Gael Garcia Bernal á kaffibarnum á föstudaginn. Var drengurinn í góðum gír og búist við honum þangað aftur. Þrátt fyrir að strákarnir hafi fullvissað okkur um að leikarinn væri ekki nema í hæsta lagi 150 cm á hæð, pervisinn og ófélegur varð ekki tauti við okkur kvennfólkið komið. Á Kaffibarinn skyldi haldið og Gael Garcia fundinn. Hann á nefnilega sjö sálufélaga hér á Íslandi, hann bara veit það ekki ennþá. Við Ausa stoppuðum fyrst á Ölstofunni til að útfæra hernaðaráætlunina, æfa spænskuna og búa okkur undir stund hinnar einu sönnu ástar. Hálftíma síðar voru á Kaffibarnum fjöldamargar yngismeyjar með tindrandi augu og blíða von í brjósti. Var þó ljóst að til harkalegra slagsmála gæti komið þegar hinn eftirsótti karlmaður birtist á svæðinu. Sem hlýtur að vera ástæðan fyrir því að hann kom ekki eftir allt saman. Hann er greinilega ekki bara bráðhuggulegur heldur líka svo tillitssamur að vilja ekki stofna til áfloga. En við sálufélagarnir sjö vorum alveg sáttar þar sem enginn fær örlög sín umflúin, hann kemur bara næst.


miðvikudagur, júlí 06, 2005

Helgarþruman.
Jæja ég á svosem enga "helgarþrumu" líkt og sumir en það verður engu að síður þrumustuð um helgina. Ég er nebblega í óvæntu hálf-helgarfríi og ætla að þessvegna að gera eitthvað eðal skemmtilegt á laugardagskvöld og ég get bara ekki beðið. Sumrin á Íslandi eru yndisleg, ekki bara nóttin sem verður björt heldur verður maður bjartur á sálinni líka. Hlakka ótrúlega til að gera venjulegustu hluti, hlakka ótrúlega til helgarinnar og bara til alls sem sumarið færir mér og öðrum.


Svindlgarðarnir.
Hvílík svívirða er ekki í gangi meðal ráðamanna Stúdentagarðanna. Ég var að enda við að staðfesta umsóknina og eftir 7 mánuði á biðlista hef ég ekki komist framar í röðina, ó nei, heldur hef ég fallið um næstum hundrað sæti á fyrri valkostinum mínum en þar er ég núna númer 237 og staðið í stað á þeim síðari. Þetta finnst mér dularfullt enda var ég komin mun framar síðast þegar ég staðfesti. Eitthvert leiðinda sveita- og útlendingapakk er greinilega að sparka aumingja litla borgarbarninu af biðlistanum á skítugum skónum. Með þessu áframhaldi kemst ég inn á garðana um svipað leiti og ég held upp á 10 ára útskriftarafmælið. Mikið öfunda ég fólk í eigin húsnæði og mikið er ég að spá í að fara bara út í okur-leigumarkaðinn næsta haust.


sunnudagur, júlí 03, 2005

Maðurinn með ljáinn.
Oj hvað ég er þunn. Skrópaði í fjölskylduboði. Held ég sé að deyja.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter