þriðjudagur, janúar 24, 2006

Plöggið.
Langar að óska henni Ásu vinkonu og sambýling til hamingju með glæsilega grein sem birtist á veraldarvefnum. Vefurinn heitir Hugsandi en þar ausa merkir hugsuðir úr Háskóla Íslands úr viskubrunnum sínum yfir pöpulinn. Tékk it át.


miðvikudagur, janúar 18, 2006

Lúðinn í 101 Rvk.
Ég er komin í ritdeilur og heit skoðanaskipti á kattasíðu. Þetta er síðasta hálmstráið. Ég verð aldrei, aldrei töff. Jæja, best að hætta þessari vitleysu og fara með köttinn út í beisli.


fimmtudagur, janúar 12, 2006

Vandamál.
Nú er svo komið að ég á engan pening og sumarlaununum hefur verið sólundað í kjánaskap og vitleysu. Námslánin eru nú ekki til að hrópa húrra fyrir og þar að auki útskrifast ég í vor. Vitrir menn myndu segja mér að hætta að grenja og fara að vinna. Vandamálið er hinsvegar að mér finnst leiðinlegt að vinna. Sem er ákveðin þversögn því mér finnst ákaflega skemmtilegt að eyða peningum. Og staðreyndin er sú að þótt ég myndi brjóta odd af oflæti mínu og fara að vinna (*hrollur*) þá er bara enginn sem vill borga mér fyrir að þræta eða slúðra við fólk, glápa á raunveruleikasjónvarp, eða fara á Kaffibarinn um helgar. Allavega ekki mér vitanlega.


miðvikudagur, janúar 11, 2006

Styðjið góðan málstað gott fólk -þessi gera það!
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Deiglan.com
Samband ungra sjálfstæðismanna
Ungir jafnaðarmenn
Samband ungra framsóknarmanna
Ung frjálslynd
Múrinn.is
Tíkin.is
Ung frjálslynd
Heimdallur
Ung vinstri græn
Vaka
Röskva
H-listinn
Gerður Kjærnestedþriðjudagur, janúar 10, 2006

Áfram Nylon!
Ég er búin að skipta um skoðun á þessari ágætu hljómsveit. Neiii, mér finnst þær enn ekkert sérstaklega góðar söngkonur. Nei, þær semja mér vitanlega ekkert sjálfar. Jú, þær voru búnar til í verksmiðju Einars Bárða. Og nei ég hef aldrei fýlað ekki lögin þeirra. En Nylon eru heldur ekki að reyna að höfða til mín. Þær eru að höfða til barna og þá sérstaklega ungra stelpna. Og sem slík þá verð ég bara að staðhæfa að NYLON sé nokkuð góð fyrirmynd. Sérstaklega ef litið er til annarra hljómsveita með sama markhóp. Þær ganga ekki í bikiníum og stripparaskóm á almannafæri eða þvo bíla löðrandi í sápu í tónlistarmyndböndum. Þær stunda ekki hópkynlíf á Popp Tíví eða grænda við pimpa uppi á sviði. Nylon er bara með furðu góða og heilbrigða ímynd og virðast stelpurnar bæði geta sungið og dansað án þess að vera ruglað við súludansara eða hórur. Og þótt tónsmíðarnar séu ekki upp á marga fiska þá segi ég bara so what. Ekki þarf ég að hlusta á þær frekar en ég vil. Þannig ég ætla núna að vona að Nylon meikiða í Bretlandi. Held svei mér þá bara að þegar öll kurl eru komin til grafar þá standi þær mörgum vinsælustu "kvennahljómsveitum" heims framar.


mánudagur, janúar 09, 2006

Náttúrulausir unglingar?
Það ku hafa verið þrusugóðir tónleikar til styrktar og verndar íslenskri náttúru um helgina. Gott málefni, góðir tónlistarmenn og góð aðsókn gesta. Litla systir náði að tryggja sér miða (var uppselt þegar ég ætlaði að kaupa) og var hún að sjálfsögðu yfirheyrð um tónleikana á sunnudaginn. Eftirfarandi er nákvæm (en ef til vill eilítið stílfærð) hljóðritun af samtali okkar:

Meðvituð eldri systir: Jæja, hvernig voru svo tónleikarnir?
Æska landsins: Ógesslega skemmtilegir. Ó mæ god sko. Það var ekkert smááá mikið af sætum strákum. Mér varð reyndar dáldið illt í bakinu af nýju DISEL leðurstígvélunum mínum.
Meðvituð eldri systir: Mér finnst alveg til fyrirmyndar hvað þú ert að taka upplýsta og pólitíska afstöðu svona ung. Okkar kynslóð mun bera uppi merki jafnréttis, bræðralags og umhverfisverndar um ókomna tíð..
Æska landsins: Pólitíska hvað? Við vorum nú bara að djamma. Sagði ég þér frá stráknum með dreddana og palestínuklútinn..? Ó mæ god hvað hann var sætur.
Meðvituð eldri systir: Að djamma?! Sætur?! Þetta voru styrktartónleikar fyrir verðugt málefni! Sjálfa náttúru Íslands!
Æska landsins: Óóóó þessvegna voru allar þessar leiðinlegu skyggnur af mosa og fjöllum..
Meðvituð eldri systir: Einmitt.. og styður þú þá gengdarlaus náttúruspjöll, óhóflega gróðasöfnun og pólverjainnflutning fröken neysluhyggja 2006?
Æska landsins: Æi góða. Það var enginn að pæla í þessu. Farðu bara á útsölurnar í Kringlunni og reyndu að slappa aðeins af.


þriðjudagur, janúar 03, 2006

Áramótaheitin.
1. Grennast um 25 kíló og vera laaangmjóust af öllum vinkonum mínum.
2. Finna bæði sjálfa mig og tilgang lífsins.
3. Þróa gellulegra heimalúkk.
4. Útskrifast úr háskólanum.


sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár!
Allar stjörnuspár og teikn benda til þess að 2006 verði mál málanna. It´s on.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter