föstudagur, mars 31, 2006

Letilegasta bloggið í bænum
Ég hef fengið þó nokkrar kvartanir yfir lélegri bloggframistöðu nýverið. Ástæðan er eiginlega bara sú að ég hef hvorutveggja verið rosalega bissí og rosalega andlaus (a.m.k. hvað bloggið varðar). En nú skal ég reyna að taka mig á, ég lofa. Ég var víst að væla yfir atvinnuleysi í síðasta pósti.. útlitið hefur skánað en mér hafa borist nokkur atvinnutilboð og ég hef farið í einhver viðtöl. Lítur semsagt ekki út fyrir að ég verði atvinnulaus í sumar. Næstum því vonbrigði. Hefði getað verið heavy næs að flatmaga á austurvelli með hinum rónunum í sumarsólinni.










föstudagur, mars 17, 2006

Atvinnulaus á Austurvelli?
Líferni rónans og bótamannsins er það sem við mér blasir. Ég er að drepast úr stressi að vera ekki komin með vinnu/sumarvinnu í mars og get ekki einbeitt mér að námslokum og lokaritgerðarskrifum sökum panikksins um að ég fari bara á bætur. Ég geri nú ekki miklar kröfur.. sæmileg laun (250+), ögrandi og skemmtilegt starfssvið, góð fríðindi, gott samstarfsfólk og allrahanda töffaraheit. Þetta er allt og sumt. Væri ekki verra ef háskólamenntunin mín (BA próf í sagnfræði) gæti nýst í starf. Þó ekki krafa. Endilega sendið mér atvinnutilboð í pósti.










miðvikudagur, mars 08, 2006

Einkavæðing vatnsins.
Önnur umræða hinna svokölluðu "Vatnalaga" stendur nú yfir á Alþingi. Vek athygli ykkar á því að nú er verið að gera nýtingarrétt einkaaðila á vatni mun rýmri ef þessi nýju lög verða samþykkt. Nú eru þessi nýju lög bara skref í átt til einkavæðingar en Valgerður Sverrisdóttir vill meina að það hafi áður verið tekið í reynd þótt lög hafi ekki breyst. En mikið finnst mér rosaleg einkavæðingarlykt af þessu. Og hvergi í öllum heiminum hefur það gefist vel að einkavæða vatn. Það hefur undantekningalaust gefist illa og bara stórir fyrirtækjahringir sem hafa grætt. Ríkin hafa meira að segja tapað stórt á þessu máli. Ætli mönnum finnist næst sniðugt að einkavæða loftið? Það er allavega svakaleg gróðalind og í svipuðum flokki og vatn. Buy it or die?










fimmtudagur, mars 02, 2006

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Pálmi, Helga og Eiríkur, þau vissu þetta allt. Mér líður eins og tíminn þjóti óðfluga framhjá svefnherbergisglugganum mínum meðan ég er önnum kafin við að dorma eða horfa á sjónvarpið. Síðan hvenær fóru dagarnir að líða svona hratt? Mér finnst ég ekki koma neinu í verk og deginum líkur eiginlega áður en hann hefst. Hvar er lived fru Stella? Hvar er veskan mín? Á fólk á mínum háa (hóst)aldri ekki að vera búið að afreka eitthvað í lífinu? Þ.e. annað en að flytja úr foreldrahúsum. Hvar er ódauðlega tónsmíðin mín, klassíska ritverkið, fræðigreinin sem gerbylltir fræðimennskuheiminum eins og hann leggur sig? Nú, eða bara gríðarlega dramatíska ástarævintýrið sem endar í trategíu? Er lífið raunverulega bara bein og grá lína og öll þessi ritverk, kvikmyndir og ímyndir bara ljót lygi sem gera okkur gráa meðalmanninn óánægðan með okkur sjálf og okkar gerilsneydda líf? Ætluð til að auka sölu bóka, kvikmynda, fatnaðar og snyrtivara til að gæða líf okkar smá ævintýraljóma, þótt falskur sé? Eða er það kannski ég sem er bara grá innan um allt litríka fólkið, allt fólkið sem er svo mikið, gerir svo mikið og lifir svo mikið? Nei bara pæling..










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter