þriðjudagur, september 30, 2003

Nýr fjölskyldumeðlimur! -já eða bara kærasti!!
Ég kynntist nýju ástinni minni í gær..... Við hittumst í Odda klukkan 11 í gærmorgun. Strax og ég sá hann vissi ég að ég það var hann sem ég vildi, það varð ekki aftur snúið. Ég gat varla slitið mig frá honum til að fara í tíma.
Við hittumst aftur í morgun, hann kom með mér í skólann í dag og svo fórum við saman heim. Ég kynnti hann fyrir fjölskyldunni og leist Eyjólfi brósa sérstaklega vel á gripinn og eyddu þeir löngum "quality time" saman. Stelpurnar reyndu að fá mig á kaffihús í kvöld en ég ætla bara að eyða kvöldinu með honum... Við þurfum að kynnast betur. Hann heitir NX9000 og er brjálað flottur og kraftmikill. Ég veit við eigum eftir að verða bestu vinir og mun hann aðstoða mig eftir megni í leið minni á toppinn.


sunnudagur, september 28, 2003

Kvöldstund með naktaklúbbnum
Eyddi afar ánægjulegu kvöldi með meðlimum naktaklúbbsins þar sem rassaklíbarinn Auður bauð okkur í mat og með því. Borðuðum á okkur gat og sátum svo í góðu yfirlæti með vín og spiluðum Fimbulfamb. Var þetta í fyrsta skipti sem undirrituð spilar þennan góða leik og komst hann fljótt í uppáhald. Eftir því sem vínglösunum fjölgaði urðu orðskýringarnar fjölbreyttari og fyndnari og læt ég hér fylgja nokkra hápunkta...
1.sæti: LOXOMMA:dregið af enska orðinu "dilemma" og þýðir kómísk tilvistarklemma....
2.sæti: ÞORMUR: Fornt norrænt nafn komið úr Norrænni Goðafræði. Hefur sömu beygingu og íslenska nafnið Ormur. -Ormur, Orm, Ormi, Orms.
3.sæti: Frumbi: Slanguryrði yfir frumbyggjaættbálk pygmía í Nígeríu.

Fimbulfam er SNILLD


laugardagur, september 27, 2003

Ojjj ég er svo mikill letipúki....
Ætlaði að vera búin að læra og púla í ræktinni alla helgina en hef bara ekki nennt. Deginum er búið að vera eitt við sjónvarpsgláp þar sem Pretty Woman var skellt í tækið. Ein af þessum virkilega gömu góðu klassísku sem allt kvenkyns frá óléttu læðunni minni til ömmu hefur jafn gaman af. Sátum allar með heimskulegt hamingjubros þegar Edward klifraði upp stigann til Vivian og allt varð gott. Yndisleg mynd! Hápunktur dagsins er svo búinn að vera bæjarferð með litlu systur þar sem fest voru kaup á einu stikki hárbandi -spennandi ekki satt?


miðvikudagur, september 24, 2003

NÆSTI STJÓRNANDI ÍSLANDS AÐ FÆÐAST?

Og nú er ég ekki að tala um neinn aukvisa heldur ykkar einlæga, einu sönnu MIG. Já ég er semsagt komin í Stjórnmálafræðina eftir mikið vesen og er bara ofsalega sátt og glöð með mitt. Finnst allavega þessir 2 dagar af ferli mínum sem stjórnmálakvendi afar áhugaverðir og skemmtilegir þannig að núna er bara málið að taka námið með trompi. Er búin að festa kaup á bókum uppá marga tugi þúsunda, stend í fartölvukaupum og hef á stefnuskránni að flytja lögheimili mitt á Þjóðarbókhlöðuna. Þannig þið sjáið þetta er allt að koma!


miðvikudagur, september 17, 2003

ERGELSI!!
"Maðurinn" er ekki enn búinn að svara mér! Ég er búin að athuga pósthólfið mitt samviskusamlega mörgum sinnum á dag en ekkert svar... Núna er ég að fara sem leið liggur niður á skrifstofuna hans og ætla að reyna að góma kallinn glóðvolgann og neyða hann til að færa mig. Spurning hvort ég ætti að verða mér út um eitthvað barefli til að styrkja sannfæringarkraftinn. Plan 2 ef mér tekst ekki af mínum víðfræga eðalsleikjulega sannfæringarkrafti að sannfæra hann um að færa mig þá er ég komin með annað fórnarlamb sem er dósentinn í Stjórnmálafræðiskori. Linda Erlubróður tókst einmitt að skipta um skor með því að ræða vinn einn svona dósent....
Everything is possible if you put your mind to it


mánudagur, september 15, 2003

Jæja halló spalló aftur!
Ég VEIT það er langt síðan ég skrifaði seinast en það er ekki af því að líf mitt hefur verið svo leiðinlegt að ekkert hafi verið til að skrifa um heldur þvert á móti -það hefur svo mikið verið í gangi að ég hef hreinlega ekki haft tíma!!!
Allavega, þá er ég byrjuð í Háskólanum í mannfræði eins og flestir vita. Færri vita þó sennilega að ég er búin að mæta í tíma í rúmar 2 vikur núna, hef aldrei lesið heima, á ekki eina EINUSTU bók og hef skrópað í jafnmarga aðferðarfræðitíma og ég hef mætt í...... Úps. Gerðist ég djúphugul um helgina og áliktaði af þessari "skrýtnu" hegðun minni að mannfræðin væri kannski bara ekki mitt fag. Þegar þú nennir ekkert að lesa, læra eða kaupa bækur þá er kannski eitthvað smá að athuga með drifkraft og áhuga. Þannig að.. Ég er að skipta um skor. Ætla að fara yfir í stjórnmálafræði og vona að það henti mér betur og vekji meiri áhuga. Ég meina, ég get orðið forsætisráðherra og ráðið landinu!! Eða orðið forseti Evrópusambandsins með tíð og tíma þegar Íslendingar ganga loksins í það og stjórnað allri sameinaðri Evrópu! Eitthvað ekta fyrir mig ekki satt?? En annars þá er eitthvað illt fólk innan Háskólans að reyna að stoppa þessa glæsilegu framtíðarsýn mína með því að breyta einhverjum reglum um skráningu síðan í fyrra þannig að samkvæmt nýju reglunum´má víst ekki breyta eftir 12. sept. -sem bæ ðe vei var á seinasta föstudag. Þannig ég var að enda við að senda manni að nafni Gísla Fannberg, verkefnisstjóra Háskólans, sleikjulegasta bréf í heimi og reyna að útskýra fyrir honum af hverju það eigi að fara framhjá reglunum fyrir mig. Ég meina, þetta er bara einn dagur for crying out loud!! Lofa að tilkynna "úrskurð" þessa góða manns strax og hann berst og já, vera duglegri að skrifa!


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter