þriðjudagur, janúar 27, 2004

Múahahaaaaaaa!!
stomp
Oh dear, you horrible person! You are the EVIL one
who stomps spiders and bullies the postman!


What Garfield Personality do you Have?
brought to you by Quizilla


mánudagur, janúar 26, 2004

Þrusu partý!
Fyrir fáfróða þá var partý ársins (enn sem komið er allavega) heima hjá Hlíbbinu að Lindabakka 13 í Kópavoginum (hverfi Dauðans..). Tilefnið var 23 ára afmæli Hlífar og Auðar en þær stallsystur fögnuðu samtals 46 afmælisdögum og geri aðrir betur! Veisluhaldarar voru mjög rausnarlegir og buðu uppá bollu, glæsilegar kökur og veitingar sem algerlega spilltu nýja átakinu mínu.. Það var alveg massa stuð og lauk kvöldinu með gítarglamri og bongótrommuslætti þar sem allur hópurinn tók lagið einsog fullum Íslendingum einum er lagið. Nenni eiginlega ekki að skrifa meira í bili en endilega kíkið á myndir af kvöldinu. Snilld.


Jæja börnin góð.. eruð þið haldin einhverju af þessu???

Allodoxaphobia- Hræðsla við skoðanir.
Androphobia- Hræðsla við karlmenn
Bogyphobia- Hræsla við Grýlu og Leppalúða.
Cacophobia- Hræðsla við að vera ljótur
Catoptrophobia- Hræðsla við spegla.
Chirophobia- Hræðsla við hendur
Coitophobia- Hræðsla við kynmök.
Didaskaleinophobia- Hræðsla við að fara í skólann.
Eleutherophobia- Hræðsla við sjálfstæði.
Geniophobia- Hræðsla við hökur.
Geumophobia- Hræðsla við bragð.
Heterophobia- Hræðsla við hitt kynið.
Hypegiaphobia- Hræðsla við ábyrgð.
Ithyphallophobia- Hræðsla við að sjá, hugsa um eða vera með standpínu.
Judeophobia- Hræðsla við gyðinga.
Logophobia- Hræðsla við orð.
Metathesiophobia- Hræðsla við breytingar
Obesophobia- Hræðsla við að bæta á sig þyngd.
Ouranophobia- Hræðsla við himininn.
Pantophobia- Hræðsla við allt.
Pellagrophobia- Hræðsla við húðangur.
Phronemophobia- Hræðsla við að hugsa.
Stasiphobia- Hræðsla við að standa eða labba
Xenophobia- Hræðsla við ókunnuga eða útlendinga.miðvikudagur, janúar 21, 2004

Kraps!
Það var víkingalottó í kvöld og ég vann ekki. Ég sem var búin að eyða öllum vinningnum fyrirfram í huganum... Þetta er farin að vera vikulegur viðburður. Lúði er ég ef ég verð háð Lottói...


sunnudagur, janúar 18, 2004

Letilíf er gooott...
Þá er þæginlegasta helgi ársins liðin. Er ekkert búin að gera nema að liggja uppí sófa með elskunum mínum (kisulingum fyrir fáfróða) og lesa barnabækur. Og það besta er að ég var að læra! Ég er nebblega í kúrs sem heitir Barna og Unglingabókmenntir og tókst mér að lesa næstum helminginn af námsefni vetrarins í einum rikk -dugleg stelpa. Svo er það kaffihús á eftir með stelpunum og frí í skólanum á morgun.. Ljúfa lífið heldur áfram hehe. Það var ekkert djamm um helgina en Idolgláp á föstudaginn og var ekkert smá ánægð með úrslitin!! Kalli Bjarna er BEZTUR!!!!


miðvikudagur, janúar 14, 2004

Þreyyyyytt
Djöfull er ég dugleg! Vaknaði klukkan 7 til að fara í sturtu, borðaði og komin á Hlöðuna fyrir 8. Ekki af því að ég á að mæta klukkan 8 heldur bara af því að ég er svoooo dugleg að læra! Þessi önn verður nebblega tekinn með trompi og er gerð krafa um að fá tómar tíur á vorprófunum. Eini gallinn á þessari annars fínu sagnfræðibraut eru morðdýrar bækur og hefti sem kosta tugi og örugglega bráðum hundruðir þúsunda. Tók einmitt kast á eitthvað strákgrey í Guðnastofu í fyrradag. (Guðnastofa er sérviska sagnfræðinema en þeir geta ekki verslað í Háskólafjölritun eins og allir aðrir heldur verðum við að klöngrast uppá háaloft í Árnagarði og þeir hafa ekki posa=dauðasök)Viðkomandi strákur vildi ekkert kannast við að þetta væri sérviska, fannst verðið á blaðasneplunum gott og greinarnar "frábærar". Komst að því síðar að hann á greinar í þessum blessuðum heftum. Helvítis melurinn! Græðir á eymd minni og volæði. Kom nú samt skoðun minni um svínaríið á framfæri og tilkynnti honum það að við Ása ætluðum bara að kaupa eitt eintak af öllu og ljósrita þau svo. Þurfti að fara aftur í þessa blessuðu Guðnastofu í gær og við horfðum á hvort annað illum augum.. Ég er búin að eignast óvin.


fimmtudagur, janúar 08, 2004

Halló halló Hafnafjörður!
Jæja þá er skutlan* snúin aftur til bloggheima eftir ánægjulegt jólafrí. Því var mestmegnis eitt í leti og ómennsku sem er einmitt mín uppáhalds afþreying. Ég er búin að tileinka einn sófa heimilisins mér, en þar á ég nú permanent rassafar eftir maraþon sjónvarpsgláp og bókalestur. Kisulingarnir mínir voru sérdeilisprýðilegir hangifélagar en þau eru alltaf til í áðurnefnda leti, ómennsku og smá slagsmál inná milli. Ég er annars búin að eignast sálufélaga í litlu læðunni minni en hún er sá mesti leti og nautnaseggur sem ég þekki. Þrátt fyrir ungan aldur er sú dama alveg búin að komast að því hver ræður í okkar sambandi (smá hint -það er ekki ég..). Hún borðar meira en ég og ef hún er ekki að láta klóra sér þá finnurðu hana hjá matarskálinni. Hún er einmitt komin með þessa líka fínu bumbu og ætlum við að fara saman í megrun á nýja árinu. En nóg um köttinn.
Skólinn er líka byrjaður aftur og núna á alveg splúnkunýrri braut að nafni sagnfræði. Vesalings foreldrar mínir andvarpa yfir þessu stefnuleysi og ég fæ að heyra það á innsoginu nokkrum sinnum á dag að enn á ný hafi ég valið vitlaust og það sé bara tímaspursmál hvenær ég "sjái ljósið". Þ.e. fari í viðskiptafræði (pabbi) eða læknisfræði (mamma). Vill ég bara verða einhver kennari eða hvað?? Þessi vetur leggst nú samt vel í mig og ég er æðispennt yfir nýja náminu. Eina sem ég er ekki spennt yfir eru bókakaup og fjárútlát. Verð að fara að finna mér vinnu eða ríkan eldri mann. Annað bara gengur ekki.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter