þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Vinnulok

Sumrinu er nú að ljúka. Lokaði bænum formlega í gær og á nú bara eftir að ganga frá öllum gripum og auðvitað skrifstofunni fyrir veturinn. Þannig að um hádegisbilið á morgun er ég enn á ný orðin borgarbarn. Hef annars haft það bara rosalega gott hérna í sveitinni. Mikil kyrrð og ró sem er óvanalegt fyrir manneskju sem er vön að vilja "drífa í" öllu og hlaupa eftir klukkunni. Fyrstu vikurnar var ég að stressast þvílíkt við að loka alltaf og opna á slaginu en fattaði síðan að hey,ég er ekkert að fara neitt -why run? Þungri birgði var af mér lyft við þessa uppgötvun, alveg yndislegt að vera svona ligeglad. Ætla ekki að verða stressbolti aftur þegar komið verður til Reykjavíkur. Hlakka svo bara heilmikið til að byrja í skólanum, djamma, kaffihúsahangs með góðum vinum, vísindaferðir og svo afró sem ég ætla að stunda af krafti.










mánudagur, ágúst 23, 2004

Menning og ómenning.
Eins og aðrir 100 þúsund Íslendingar lagði ég leið mína í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn. Þegar maður er búsettur útí sveit leggur maður mikið á sig til að upplifa smá menningu (gúmmítúttur og harmónikkur teljast ekki með) og var því brunað í bæinn eftir vinnu. Eftir að hafa skolað af sér sveitaslabbið var kíkt í innflutningspartý hjá Gudda og Heiðu og síðan beinustu leið í bæinn. Sá helling af menningu og egó tónleikarnir voru snilld. Eins og að vera á Hróarskeldu -vantaði bara Tuborg-tjaldið. Flugeldasýningin var flott en mannflóðið úr bænum eftir hana enn flottara. Eftir bomburnar var menningin þó búin og við tók ómenningin eða drykkjan. Mér til mikillar sorgar náði ég ekki að redda mér fríi á sunnudaginn og neyddist því til að halda áfram að vera menningarleg og sötra kaffi meðan aðrir drukku bjór og skelltu í sig skotum. Var þó áhugavert að fylgjast með vinum mínum drukknum og ég er viss um að ég sjálf er miklu gáfaðri og meira heillandi en vinkonur mínar þegar ég er komin í glas. -Mér finnst það allavega alltaf ;)Vinnan daginn eftir var svo ekki gleðileg en ég brunaði í sveitina eftir rúmlega 3 tíma svefn og leið áfram eins og uppvakningur. Svo er bara vika í að ég verði komin í siðmenninguna fyrir fullt og allt -sumarið er að klárast krakkar!!










þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Úber-Íslendingurinn.
Venjulega þegar ég skrepp í siðmenninguna kem ég með rigninguna með mér. Alla seinustu frídagana mína hefur verið rigning, rok eða bæði og í hitabylgjunni miklu var ég að vinna. Auðvitað get ég verið soldið úti í vinnunni en það er einhvernveginn ekki það sama og að flatmaga á Austurvelli með bjór í annarri og sígó (hypothetically... svona ef ég reykti) í hinni. Var þessvegna ofsaglöð í morgun þegar leit út um gluggan og sá heiðskýran himinn og sól skína í heiði. Dreif mig í stuttermabol, pils og sandala og skundaði með breiðu brosi í bæinn. Þar hitti ég fyrir tvo kuldalega ítalíufara, klædda í síðbuxur, peysur og trefil. Ekki kom til mála að setjast í napri hafgolunni á Austurvöll (reyndi samt að múta þeim með teppi og spilum sem ég kom með..)en tókst með lagni að draga þær á útikaffihús. Fékk svo ekkert nema undarlegar augngotur þegar tillögur með ískaffi, ís, nauthólsvík eða sund voru bornar upp. Úber-Íslendinginn mig langaði mest af öllu til að skella mér í hvítan hlírabol, kaupa ís og helst rúnta niður laugarveginn á Hondu blægjubíl með Skúter í blasternum.










fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Lasni aumingi
Vá hvað þetta er ömurlegt! Heitasta veður í manna minnum og hvað geri ég? Næli mér í pest og ligg í svitakófi inni í herbergi og stunda sjálfsvorkun. Ætlaði varla að koma mér á lappir í morgun sökum slappleika og flökurleika en ákvað að harka þetta bara af mér og mæta í vinnuna. Skelli mér svo í hlírabol og arka af stað. Tíu mínútum seinna sit ég hálfdauð inni í bæ og meika varla að taka við greiðslu frá gestunum, hvað þá heldur að lóðsa þá um! Endurtek í sífellu, harkan-harkan-þú ert í hörkufélaginu-þú meikar þetta og skelli mér út til að fá smá lit. Skyndilega fæ ég mikinn lit, ekki þó rauðan né brúnan heldur skær-eiturgrænan. Ælan vellur uppí munn og ég hleyp á harðastökki á klósettið, rið frá mér hóp af frönskum ferðamönnum sem voru í klósettröðinni og hef ekki einu sinni tíma til að loka hurðinni áður en gusan kemur. Svipurinn á frönsku ferðalöngunum var óborganlegur, færðist frá undrun yfir í reiði, yfir í viðbjóð og loks vorkun. Héldu örugglega að fúllynda afgreiðslugellan væri að deyja eða kannski glöddust þau yfir að uppgötva ástæðu fúllyndisins. Gafst upp eftir þessa spennandi klósettferð, hringdi í unglingana til að leysa mig af og brunaði "heim". Deginum hefur svo verið eitt sofandi í bælinu á milli þess að stinga hausnum reglulega ofan í klósettskálina.
-Viðbjóður.










mánudagur, ágúst 02, 2004

Skál fyrir Galtalæk!
Jæja, þá er verslunarmannahelgin bara liðin. Finnst einhvernvegin alltaf að hún marki einskonar sumarlok... eftir hana fer senn að hausta.. lauf falla af trjánum, svali í lofti, verslanir fyllast af úlpum og treflum og sjónvarpsdagskráin snarbatnar. Þessi helgi var annars bara prýðilega skemmtileg þrátt fyrir að ég hafi verið að vinna. Auður vinkona var stödd í Galtalæk (sem er rétt hjá Þjórsárdalnum fyrir ykkur borgarbörn)með fjölskyldunni og ég brunaði sem leið lá í heimsókn á laugardagskvöldið eftir vinnu. Tókst eftir nokkrar fortölur að kjafta mig frítt inná svæðið -við lítil fagnaðarlæti borgandi gesta á eftir mér.. Hitti svo Auði á tjaldsvæðinu hennar sem var mjög fyndið því fjölskyldan hennar tjaldaði einmitt í tjaldborginni sem fjölskyldan mín tjaldaði alltaf í. Þekkti því að allt fólkið og skemmti mér bara prýðilega við kvöldvöku, baktal um Birgittu í Írafár, flugeldasýningu og franskaáti. Þar sem að templaraskemtanir eru bara góðar í hófi þá ákváðum við Aubba að fá okkur aðeins í hægri tána í gærkvöldi. Brunuðum sem leið lá niður á Flúðir þar sem hinn eiturhressi Rúni Júl ásamt rokkhljómsveit var að spila. Afar áhugavert kvöld með sveitapakkinu en vinnan í dag var ekki eins gleðileg..










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter