mánudagur, maí 29, 2006

Skrímslið.
Næfurhvít vera hættir sér út í birtuna og miskunarlaust dagsljósið sker í blóðhlaupin samanskroppin augun. Fatnaðurinn undarlegur og illa samansettur. Hárið úfið og reitt. Hreyfingarnar taugaveiklaðar og snöggar. Þýskur ferðamaður gengur framhjá og horfir með undrunarsvip á fyrirbærið sem skríður inn í Krambúðina. ,,Undan hvaða steini skreið þetta kvikindi", hugsar hann með sér -nema hann hugsar auðvitað á þýsku. Þreytt og slitin augu verunnar skanna búðina í hvelli og klifjuð dýrum varningi nálgast hún afgreiðsluborðið. Unga stráknum sem stendur fyrir aftan kassann líst augsýnilega ekkert á blikuna en reynir þó að halda andlitinu. ,,Var það eitthvað fleira?" spyr hann kurteislega. ,,Nei takk", svarar rám rödd sem sýnilega hefur ekki verið notuð svo árum skiptir. Félagsfælna veran grípur plastpokann sem henni er réttur, skakklappast út úr búðinni og hleypur við fót heim á leið. Hættuförinni er lokið.










þriðjudagur, maí 23, 2006

Með óhreint mjöl í pokahorninu..
Það er eitthvað meira einn lítið gruggugt við Dag B. Eggertsson, frambjóðanda Samfylkingarinnar. Af öllum jarðteignum að dæma virðist maðurinn vera hreinlega fullkominn: agalega huggulegur ungur læknir sem gefur út metsölubók til að fjármagana læknanámið og hefur gríðarlegt passjon í að hjálpa öðrum. Svo mikið passjon að hann lætur sér ekki nægja að lækna fólk heldur vill hann lækna samfélagið. Hann hefur því setið árum saman í borgarstjórn samhliða metsölu-bókaskriftum, læknanámi og læknastörfum. Fullkomni maðurinn er giftur álíka fullkominni konu sem er svakalega sæt og lika læknir. Þau hittust í náminu og það var ást við fyrstu sýn. Fyrsta kvöldið spurði hann hversu mörg börn þau ættu að eignast og þá voru örlög þeirra beggja innsigluð. Núna búa þau í fullkominni krúttíbúð í þingholtunum og eiga tvö fullkomin og krúttleg börn.

Ég og sambýlingurinn höfum undanfarið velt vöngum yfir því hvað sé eiginlega að honum Degi -það hlýtur að vera eitthvað djúsí miðað við þessa glansmynd. Það helsta sem okkur datt í hug laut að einhverju afbrigðilegu á kynlífssviðinu eins og fótafettish og swingerklúbbum, eða þá samsæri með Baugsfeðgum eða eiturlyfjanotkun -hvernig annars ætti Dagur að hafa orku í allt sem hann gerir? Hann ætti allavega að hafa vit á því maðurinn að gera sér upp einhverja saklausa galla til að öðlast traust kjósenda. Ég releita ekki við fullkomnun, verandi meingölluð sjálf. Ef Dagur væri klár ætti hann að drífa sig í að keyra fullur, halda framhjá eða upplýsa falleinkanir í skóla. Litlir-alvarlegir gallar sem aldrei hafa gengið frá íslenskum pólitíkusum heldur frekar gert þá enn vinsælli. Ef raunveruleikasjónvarp hefur kennt mér eitthvað þá er það að ,,fullkomna" fólkið er það fyrsta til að vera kosið út.










miðvikudagur, maí 17, 2006

Jóðlandi menning.
Næsta hálfa árinu verður eitt við alveg ógeðslega skemmtilegt starf sem ég er ekki alveg viss um hvað er. Menningar-stjórnsýslu-stjórnmála-skrifstofu eitthvað? En það verður ógeðslega skemmtilegt -og töff. Ég er allavega alveg rosalega spennt.

Vissuð þið annars að..
-Mósartkúlur eru ógeðslega góðar?
-fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnumálastofnun Evrópu er í Vín?
-líka skrifstofa Sameinuðu Þjóðanna, Alþjóðakjarnorkumálastofnunin og Skrifstofa samningsins um allsherjarbann við tilraunum um kjarnorkuvopn?
-menningarlegasta sendiráð Íslands er í Vín. Ógeðslega mikil menning skilurru.










sunnudagur, maí 14, 2006

Silvía Nótt
er snillingur.










föstudagur, maí 12, 2006

Fræðsluhornið.
Fólk virðist ekki blogga um neitt annað en flugur þessa dagana og oftast í neikvæðnum tón, skil ekki lið sem hrætt við loðin og stingufælin dýr. En þar sem ég kýs að trúa því að vinir mínir og velunnarar séu hugrökk ljónshjörtu upp til hópa hlýtur bara að vera að þessi ótti stafi af þekkingarleysi um dýr merkurinnar. Lesiði þetta lömbin mín og takið vel eftir...

1. Býflugur: loðnar eins og hamstrar, þunglamalegar, feitar. Þær eru mjög fjölskyldu oríenteraðar og þrá ekkert heitar en að byggja falleg bú með öllum litlu loðnu börnunum sínum. Þessar sem þið sjáið hlunkast um þessa dagana eru óléttar drottningarfraukur í fjölskyldupælingum og þær eru langt frá því að vera árásargjarnar. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að klappa þeim en jafnvel þótt þið gerðuð það þá eru líkur á stungu hverfandi. Flugurnar deyja nebblega ef þær stinga ykkur, broddurinn er bara einnota. Þetta vita flugurnar og stinga ekki nema í ýtrustu neyð. Sól japlar á þessu í kjaftinum, skyrpir því svo út og ekki stinga flugurnar hana.

2. Hunangsflugur: leikkonur flugnaflórunnar. Hungangsflugurnar líkjast býflugunum í útliti nema þær eru ekki með neinn brodd. Þær geta semsagt ekki stungið. Þær herma eftir útliti býflugnanna til að forðast árásir frá fuglum og hafa þannig þróað með sér svipaðar rendur og býflugur auk þess sem þær skella einni afturlöppinni bak við hinar lappirnar til að líkja eftir broddi. Algerlega meinlausar þessar litlu eftirhermur og mjög klárar.

3. Húsflugur og fiskiflugur: meinlausar og hollar. Rannsóknir sýna að við gleypum nokkra tugi slíkra flugna í svefni yfir ævina -þær ku vera góður prótíngjafi. Nammi namm.

4. Mýflugur: Vampýrur dýraríkisins en þær nærast á blóði. Í gamla daga þótti óbrygðult læknismeðal að draga blóð og er því bitmýið læknir merkurinnar. Viljirðu forðast læknismeðferðir er Mygga er óbrigðult ráð.

5. Vespur: ógeðsleg kvikindi sem ættu að vera réttdræp. Sveima um með tæknilegri nákvæmi, hárlausar og hlekkjóttar eins og þeir ógeðfelldi dráparar sem þær eru. Vargar og innrásaraðilar í íslenska náttúru og ef þú hefur vott af þjóðerniskennd ættirðu að gera þitt besta til að útrýma þessum ófögnuði áður en þær útrýma þér!










miðvikudagur, maí 10, 2006

Bless bless Háskóli
Ég er búin með seinasta prófið mitt í Háskóla Íslands -að eilífu. Dáldið dramatískt en there it is. Stefni á framhaldsnám erlendis þannig núna hef ég kvatt þessa menntastofnun bless. Undarlegt. Borgarstjórnarkostningarnar komu samt sterkar inn í prófastemmninguna þar sem hinir ýmsu flokksfulltrúar stóðu glaðbeittir fyrir utan KR heimilið og buðu þreyttum og stressuðum námsmönnum ýmsar veigar og glaðninga. Ekki amalegt það. Er hinsvegar ekki enn búin að gera upp við mig hvern ég eigi að kjósa. Var komin á það að kjósa Sjálfstæðisflokk en er ekki alveg viss lengur. Held ég verði bara að bjóða mig sjálfa fram í eigin sérsniðnum flokki til að geta fellt mig undir einhver flokkssjónarmið.
X-GERÐUR










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter