miðvikudagur, október 29, 2003

Og hvílíkur og annars eins dugnaðarforkur hefur aldrei sést!!
Vá hvað ég er dugleg. Ykkar einlæg tók alveg brjálað lærdómssesion áðan og skellti sér á hina frægu Þjóðarbókhlöðu. Var dregin upp þykk skrudda að nafni Rethinking International Relations og lestur hafinn. Stóð lesturinn yfir í næstum 2 klukkustundir. Er þetta met undirritaðar í lærdómi þennan vetur. Þetta er allt að gera sig. Varaðu þig bara Dabbi minn!!!
OG KOMA SVO!!!










miðvikudagur, október 22, 2003

Hvað er målet Fru Stella!!!
Þessi pistill átti nú að vera um skemmtilegheit og ævintýri helgarinnar, letidaga, blámenn, Ammeríku og fleira en þar sem annað aðkallandi málefni hefur skotið upp hausnum fynnst mér ég verða að sinna því og láta Auði eftir djammlýsingarnar. Hið aðkallandi málefni sem ég mun nú fjalla um er hinn alræmdi kvilli FílusMcFýla og virðist sjúkdómur þessi vera orðinn landlægur í mínum annars elskulega vinkvenndishóp. Helstu einkenni þessa króníska kvilla eru:

1. Gagnrýnisstigið og viðkæmnisstigið: Hinn sýkti aðili gagnrýnir aðra í kringum sig. Sérstök fórnarlömb gagnrýni hans eru þeir sem bregða útaf vana hópsins og sýna einhverjar "sjálfstæðistilhneygingar". Grín, glens og bloggcomment eru vinsæl á þessu stigi sjúkdómsins. Sýkti aðilinn er hinsvegar þrátt fyrir gangrýni sína afar viðkvæmur fyrir henni í sinn garð.
2. Misskilningastigið: Sjúkleg árátta til að misskilja annað fólk -sjálfum sér og öðrum til ama og ruglings
3. Móðgunar-stigiði: Á þessu stigi er sama hvað þú segir við hið sýkta kvenndi, það MUN móðgast
4. FÝLUSTIGIÐ: Þetta er lokastig sjúkdómsins og hefur hann nú náð hámarki. Hinn sýkti aðili er nú annaðhvort bæði móðgaður og í fýlu eða hann leitar tilefnis til að verða það. Best finnst einstaklingnum ef hann getur búið til eins mikið mál og rifrildi og hann getur. Aftur, eru bloggsíður vinsæll völlur til að koma fýlunni eða móðgunargirninni á framfæri.

Eins og áður hefur sagt hefur þessi faraldur fest rætur í mínum vina og kunningjahóp og blossar sýkingin upp þegar minnst varir. Vona ég innilega að sýktir aðilar leiti sér hjálpar og bólusetningar eða þá sálfræðihjálpar sem einnig ku virka. Vil ég svo enda þennan pistil á hinum fleigu orðum Lilla Klifurmúsar. "Öll Dýrin í skóginum eiga að vera VINIR"!










laugardagur, október 18, 2003

Oh somebody kill me pleeease....
Dauðinn hefst eftir rétt rúman klukkutíma. Fyrsta Aðferðarfræðpróf vetrarins og um leið fyrsta háskólaprófið mitt. Er búin að læra samfleitt í 2 daga fyrir þetta próf sem myndi teljast nokkuð gott ef ekki væri sú staðreynd að þessir 48 klukkutímar eru þeir einu sem ég hef varið í aðferðarfræðilærdóm þennan vetur.. Ég hugsa að ég falli. Við skulum enda þessa glaðlegu færslu á ódauðlegum orðum Adam Sandlers í The Wedding Singer
"Oh somebody kill me pleeeease.. somebody kill me pleaaaase..
I´m on my knees..pretty pretty please
KILLLL MEEEEEEE.. Æ wont to DIE!!
Put a bullet in my heeeeeeaaaaaeeeeaaaaaaaddd!!!!!!!"


Sá sem fann upp laugardagspróf ætti að vera sendur í gasklefa.










þriðjudagur, október 14, 2003

Skyrpingar, teknó og fleira skemmtilegt!
Góðan daginn góðir hálsar. Helgin var hin afkastamesta í djammlegum skilningi, lang langt langt síðan ég hef verið jafn dugleg í útstáelsinu.
Á föstudaginn var ferðinni heitið á Háskóladjamm sem haldið var í Framsóknarhúsinu og var víst sameiginlegt fyrir Stjórnmálafræðina, Sálfræðina, Mannfræðina, Félagsráðgjöf.. Það var líka vísindaferð á vegum stjórnmálafræðinnar fyrr um kvöldið en Gebba litla var ekki nægilega fljót að skrá sig þannig hún mætti edrú og á bíl í Háskólapartýið. Hitti ég Erlu-"djammóðu" þar galvaska og örlítið meira undir áhrifum en ég (hún komst í vísindaferðina sína beyglan sú). Reyndist edrú svo verða einkunarorð kvöldsins og eftir að hafa skutlast útum allt á mínum trygga vin YARIS og verið í BRJÁLAÐRI gítarstemmingu á Ara dró "óðakonan" mig á Felix... Ég verð að viðurkenna að ég var ansi efins um að fara á þennan stað, maður á náttúrulega sínar minningar frá Gullaldarárunum á Sport heitnum og var ekki viss um hvort ég vildi skemma þær rósrauðu minningar. En að lokum varð égað láta í minnipokann og láta draga mig þangað sem reyndist svo bara hin besta skemmtun! Hitti einmitt brósa litla mikið mikið drukkinn ásamt öllum vinum sínum sem ég spjallaði heilmikið við.. Hann sagði mér svo einmitt við mikil hlátrasköll daginn eftir að ALLIR vinir hans hefðu spurt hann mjög undrandi þegar ég hafði snúið bakinu í þá hvernig LITLA systir hans kæmist eiginlega inná skemmtistaði!! Við skulum taka það framm að ég hef aldrei hitt þessa áðurnefndu vini en þau vissu að Eyjólfur átti eina stóra systur sem er 22 ára og eina litla sem er 15 ára!! Og þau héldu að ég væri 15. Reyndar það sem hefur kannski rennt stoðum undir 15 ára kenninguna var að gamli góði gelgjufílingurinn réði ennþá ríkjum á Sport/Felix og voru það Justin og aðrir góðir sem blívuðu á fóninum. Auðvitað létum við gelgjufélagarnir gömlu okkur ekki vanta á dansgólfinu og var þetta bara massastemming! Sá líka nokkur gamalkunnug andlit eins og Steratröllið ógurlega, Slís-tvíburana og að sjálfsögðu pallinn!

Á laugardeginum var svo haldið matarboð fyrir nokkra valinkunna einstaklinga og elduðum við Stedda (steindór+edda) snilldarkjúkling eftir uppskrift Auðar úr síðasta matarboði (frumleg ég veit!). Svo kíktu strákarnir í heimsókn og var tekið smá drykkjusessíon eftir matinn. Þetta reyndist verða massapartý og var áður auglýst þema TEKNÓ tekið mjög alvarlega og ýmsar uppákomur gerðar í tilefni þess. Ber þar hæst að nefna WIGFIELD-dansinn, sjálflísandi líkamsmálinguna hennar Eddu, þýskarann sem Kjartann dró í partýið og að sjálfsögðu alla staflana af gömlu Reif í-diskunum.. Eftir mikla drykkju og áðurnefndan dans var svo ferðinni heitið niður í bæ og á eðalbúlluna Celtic Cross. Þar var einhver hljómsveit 3 SOME að nafni og héldu þeir uppi góðri stemmingu ásamt því að vera algert skemmtiatriði sjálfir. Eftir Celtic var liðið orðið í misjöfnu ástandi og flestir búnir að týnast þannig rúmlega 5 enduðum við Ása, Edda Ásu og Erla á einhverju rápi á Laugarveginum að rífast um hvert við ættum að fara næst. Eftir heitar umræður ákváðum við að það væri orðið of framorðið fyrir annan stað og stefnan var tekin heim til mín í eina feita pizzu. Á leið í leigubílinn var Ása litla fyrir því óhappi að missa aðra linsuna sína í götuna og gat með engu móti sett hana aftur í augað. Í augnabliks æðiskasti grýtti konan vesalings linsunni í sandhrúgu bölvandi og ragnandi.. Ákveð ég að koma til bjargar, finn linsuna í sandinu eftir dálitla leit og fæ þá góðu hugmynd að skyrpa á linsuna til að hreinsa hana. Eftir skyrpingarnar og mikil ógeðshróp vinkvenna minna við þessu snilldarráði hleypur Gerður galvösk að litlum ógeðslegum brunni (þessi sem rennur útúr Ítalíu) og "skolar" hana þar. Hendi ég svo "hreinu" linsunni í Ásu og skipa henni að pota þessu í augað á sér. Ása litla þorir ekki annað en að hlýða (óttaðist örugglega að ég mundi skyrpa á hana ef hún gerði ekki það sem ég sagði) og endar á því að fá massíva augnsýkingu þegar heim var komið og tekur leigubíl uppá læknavakt til að losna við linsuna sem var víst föst í bólgna auganu. Þegar hér var komið sögu var ykkar einlæg sofnuð á sófanum með gólfteppi sem teppi og ekki í miklu ástandi til að vorkenna sjúklingnum. Sem betur fór reyndist Edda traustari félagi og fór með henni á sjúkrastöðina. Slæmur endi á annars sérdeilisprýðilegri helgi og vona ég að sjúklingnum heilsist betur. -Until next time my children...










þriðjudagur, október 07, 2003

Ég á von á þríburum!!
Ójá góðir hálsar... haldið ykkur í hattana ykkar því að ykkar einlæg er að verða stolt kisumóðir þriggja kettlinga. Við mamma fórum með kisu til læknisins um daginn, hann tók hana í sónar, jamms svona alvöru sónar eins og óléttar konur, og sá þar 3 STRIK í mallanum á henni sem reyndust vera kettlingar. Þannig að hardcore kisuklámið sem allir heimilismenn urðu vitni að fyrir nokkrum vikum bar augsýnilega árangur. -Líka eins gott eftir allan hamaganginn í ljóninu (codename fyrir fressið), pissið í öllum hornum og fressalyktina sem ENN er í húsinu. En allt það er gleymt við tilhugsunina um kettlingana. Ohhh Líf verður besta mamma í HEIMI.










sunnudagur, október 05, 2003

Heimsmetabók Guinness bara á leiðinni?
Já nú er loksins komið að því, lengi hef ég stefnt að takmarkinu en nú loksins, eftir mikla þrautsegju og elju er að koma að því. Ef ég kemst ekki í bókina miklu fyrir leti, ómennsku og almennan slóðaskað fyrir þessa helgi þá má ég hundur heita! Svo er náttúrulega hægt að fá mig skrifaða fyrir öðru meti, hversu lengi geturðu verið í náttfötum samfleitt og án þess að fara út úr húsi.. Djöfull verð ég fræg....
Já helgin hefur ekki verið afkastamikil hingað til. Ástkær yngri systir mín tók sig nefninlega til og breytti heimilinu í pestabæli , tókst í ofanálag að smita MIG og hef ég eytt helginni í nefsnýtingar og verkjatöflu-tannbrýningum. Helgin sem átti að verða djamm og lærdómshelgi DAUÐANS breyttist snarlega í já, helgi DAUÐANS. Eini plúsinn á henni var að ég rifjaði ég upp kynnin við gamla vini og kunningja, nefninlega ansi skemmtilega ætt sem ber nafnið Ísfólkið. Þessi ansi skemmtilegi bókaflokkur hefur stytt mér stundirnar yfir helgina og þótt að ég hafi lítið lært um stjórnmálaþróun get ég sagt ykkur ALLT um þróun "bölvunarinnar" hjá Ísfólkinu. Þótt ég geti ekki þulið upp nöfn íslenskra alþingismanna þá er ég orðin nokkuð klár á ættartré Ísfólksins fram að árinu 1800...










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter