fimmtudagur, september 30, 2004

Bezta bananalýðveldi í heimi.
Horfi ekki á fréttirnar í 2 daga og Jón Steinar bara orðinn hæstaréttardómari. Auðvitað, enda 3 ár í kostningar og allir löngu búnir að gleyma einhverju kellingavæli um klíkuskap og pólitískar starfsskipanir.. Enda auðvitað mikilvægt að hæstiréttur dæmi rétt. Sjálfstæði hæstaréttar* ofar öllu!

*vilji stjórnarflokka.


miðvikudagur, september 29, 2004

Námsmaðurinn.
Áhugavert nákvæmlega í hvað maður eyðir tímanum við hinn svokallaða "lærdóm". Í dag er ég búin að vera alls í 4 1/5 klukkutíma á Hlöðunni, þar af hefur 1 1/5 klukkutímum hefur verið eytt í mat og kaffi, 2 klukkutímum á netinu eða á msn (þar af örugglega 45 mínútum á msn við Hlíf sem situr hinumegin borðsins), og góðum hálftíma í að stara útí loftið. Það gerir nákvæmlega hálftíma í lærdóm. Bókhlaðan rokkar!


þriðjudagur, september 28, 2004

Ný snilld komin til sögunnar.
Langaði að tilkynna það að ný síða er fædd. Ber hún það skemmtilega nafn tjellingarnar en það eru einmitt 8 afskaplega skemmtilegar kellingar sem skrifa á þessa síðu. Fylgist vel með þessari.. verður örugglega költ síða á Íslandi og þótt víðar væri leitað hehe ;)


Mér er nær...
Ákvað að taka seinustu helgi með trompi og gefa henni einkunarorðin líkamsrækt og lærdómur. Stóð við fögur fyrirheit og lærði eins og brjálæðingur ásamt því að fara í afró á laugardaginn og út að skokka á sunnudaginn. Ekkert áfengi slapp innfyrir mínar varir. Jæja það sem ég uppskar eftir helgina var svo lesleiði og beinhimnubólga eftir skokkið. Komst ekki í afró í gærkvöldi vegna verkjar í hægri sköflung og fór næstum að grenja því mig langaði svooo að fara!! Afró er nebblega geðveikt skemmtilegt (og geðveikt dýrt líka)! En náði hinsvegar að klára heimildarfræðiverkefnið ógurlega og er ánægð með það. Hugsa að næsta helgi verði með hefðbundnu sniði. Þ.e. áfengisneyslu og engum lærdóm.


föstudagur, september 24, 2004

Baliull.
Jalieg valieit baliekk alii hvaliad malieg jaliá baliad salei balija. Malier jalei baliði aliis balit. Maliú baliha baliha!


þriðjudagur, september 21, 2004

Morgunhani.
Aldrei þessi vant er ég bara ýkt hress og klukkan ekki orðin 12. Vaknaði af sjálfstdáðum fyrir klukkan sjö, fór í sturtu, valdi föt, blés hár, eldaði morgunmat, hitaði kaffi, raðaði í skólatöskuna og bjó um rúmið. Mætt í skólann fyrir átta. Eins og áður sagði þá er þetta mjög mikið úr karakter en mín venjulega morgunrútína er að pabbi sparkar mér frammúr rúminu við mikil gremju og mótmælaóp mín, hendi mér í næstu föt sem kem auga á og hleyp úfin, rauðeygð og morgunfýld út í bíl. Þetta er því ánægjuleg tilbreyting og fólki er alveg óhætt að nálgast mig fyrir hádegi í dag án þess að ég bíti það. Ætli afróið sé að hafa þessi gríðarlegu hressleikaáhrif??


mánudagur, september 13, 2004

Stærsti gallinn við skóla er lærdómurinn!
Skólinn væri alveg fullkominn ef að maður þyrfti ekkert að læra. Óþolandi frekja að ætlast til að maður húki inná Þjóðarbókhlöðu og blaði í gegnum einhverjar gamlar skræður þegar svo ótalmargt annað er hægt að gera. Til dæmis fara á kaffihús, stunda útivist, baka köku eða bara hvað sem er! Ef það væri nú bara einhver braut sem biði uppá fullt af vísindaferðum en engan lærdóm þá mundi ég skrá mig einn tveir og tíu...


sunnudagur, september 12, 2004

Þunn.
Hvítvín, partý, töfrateppi, Celtic, bjór, Hressingarskálinn, útlendingar, hráar franskar, leigubíll, svefn. Video, pizza, hausverkur, strætó, furðulegt fólk, heim.


mánudagur, september 06, 2004

Haust
Sit inni í Árnagardi og pikka á tölvuna. Vindurinn hvín úti og vandlega blásið hárið síðan í morgun er einn flókahnútur eftir rigninguna og rokið. Kaffibollinn á sínum stað og verið að plana fyllerí helgarinnar. Jebb.. haustið er officially comið.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter