föstudagur, nóvember 26, 2004

Letipúkinn og letilíf hans.
Líf mitt er undir venjulegum kringumstæðum mjög huggulegt. Mér finnst mjög gott að borða, yndislegt að sofa og frábært að slappa af. Ég stunda hóflega líkamsrækt og enn hóflegri skólagöngu. Ég hef einnig unun af lélegum raunveruleikasjónvarpsþáttum, sápuóperum, bókum, samverustundum með vinum og fjölskyldu og stunda næturlífið af og til. Á milli þessara ofantöldu athafna hef ég þó nægan tíma fyrir mína uppáhalds athöfn, -þeirri að gera ekki neitt. Þess að geta stundað þetta dásemdar líferni mitt fylgir þó ákveðinn fórnarkostnaður. Ekki gefst mikill tími í metnað eða lærdóm og sitja þessir tveir félagar oftast á hakanum þar til nauðsyn krefur undirritaða til að takast á við þá. Núna er sú stund runnin upp. Frá og með gærdeginum varð ég að gjöra svo vel að kveðja allar uppáhalds athafnir mínar nema þær alnauðsynlegustu (borða, sofa og america´s next top model)til 17. desember. Nú skal ætt á hundavaði í gegnum 3 mánaða lærdóm og verkefnaskil. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Dugnaður er skemmtilegur svona til hátíðabrigða.


föstudagur, nóvember 19, 2004

Gallapils.
Þegar ég var á leiðinni í skólann í myrkrinu mældist frostið 16 gráður. Held ég hafi bara sjaldan kynnst öðru eins. Hrein og klár geðbilun. Er líka sannur Íslendingur og á því ekki fatnað fyrir svona heimskautaveður. Sannir Íslendingar, eins og ég, fara ætíð út úr húsi berleggja og í opnum skóm í þunnum bol og jakka sama hvernig viðrar. Setja kannski á sig trefil ef veðrið er einstaklega slæmt. Einhverja hluta vegna finnst mér þessi samsetning bara ekki vera að virka þessa dagana. Kannski er ég að verða gömul, svona eins og mamma sem æpir ennþá á mig að muna eftir hlífðarfatnaðnum. Ég æpti þetta einmitt á litlu systur í gærkveldi.. En ég á við annað alvarlegra veðurtengt vandamál í lífi mínu að stríða. Ég er nefnilega mjög ráðvillt um hvort ég eigi að kaupa gallapils í Centrum. Fann gamla inneign í Kringluna og þarf að koma henni í lóg. En nú bæði á ég 5 gallapils og ætti maður síðan ekki frekar að kaupa sér heimskautaúlpu eða þykka peysu í þessu veðri? Svona svo maður verði ekki úti eða eitthvað. En pilsið er samt svo fallegt..


sunnudagur, nóvember 14, 2004

Letilíf
Mikið elska ég að gera ekki neitt. Hef einmitt átt alveg sérdeilis huggulega helgi við þá iðju. Var ein heima með litlu systur á laugardagskvöld og ég eldaði handa okkur þessa fínheita máltíð í anda letipúkans. Ofnpizza og hvítlauks-ofnbrauð sem við skoluðum niður með kóki og súkkulaðibitum úr kassa í eftirrétt. Horfðum svo á Love Actually og Matrix þar til ég þurfti að sækja djammboltana foreldra mína. Já þau lifa aktívara félagslífi en ég þessa dagana. Bara úti uppá hvert kvöld takk kærlega fyrir. Hitti reyndar fólk á föstudagskvöldinu en hún Ásta skvís bauð mér uppá eþnískan mat í háum gæðaflokki og sérvalin vín úr Ríkinu. Höfðum það mjög huggulegt heima hjá þeim stöllum í Þynnkukofanum en bærinn var frekar mikið böst. Leiðinlegt fólk og var bara þreytt þannig ég stakk snemma af heim. Hélt að sjálfsögðu áfram þeirri viðteknu venju að vekja heimilismeðlimi þegar ég kom inn. Að þessu sinni ekki með steinakasti í rúðu heldur dyrabjöllunni. Ég var sko alveg með lykil en tókst bara einhvernveginn ekki að nota hann. Passaði bara ekki í skráargatið þarna um fimmleitið. Fannst bjallan miklu þæginlegri. Mamma var ekki sammála.


fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Súrealískt
Var að lesa all svakalegan bókarkafla um þjóðarmorðin í Rwanda um daginn. Lýsingarnar svo grafískar og ljóslifandi að þessir fjarlægu atburðir fyrir 10 árum í "Svörtu álfunni" stigu æpandi frá blaðsíðunum. Leið orðið líkamlega illa, með velgju í maganum en samt einhvernvegin dáleidd af öllum óhugnaðinum, ófær um að slíta mig frá lestrinum. Kveikti á Yahoo og hlustaði á tónlist til að reyna að fjarlægja mig aðeins frá lestrinum. Hlustandi á bandarísku útvarpsstöðina LoveSongs á internetinu í 200 þúsund króna fartölvunni minni, sitjandi á hægindastól meðan ég las um þjóðarmorð í frumskógum, framin með sveðjum og kylfum. Það óhuggnarlegasta er þó að Rwanda er ekkert einsdæmi. Sjaldan verið eins fegin og sakbitin að vera fædd á vesturhveli jarðar..


laugardagur, nóvember 06, 2004

og úti hvín vindurinn..
Búin að vera afskaplega róleg helgi. Slappaði af yfir Idolinu í gær og sótti blindfullan föður mann á vinnudjamm. Skemmtileg reynsla það. Pabbi er fyndinn undir áhrifum hehe. Tapaði mér síðan yfir hræðilega lúðalegum leik sem ég fann á B2.is og fjallar um sýndargæludýr. Fór þessvegna ekki að sofa fyrr en klukkan 2 og missti af Afró í morgun því ég svaf yfir mig.. Er svo búin að vera geggjað dugleg í dag við að læra ásamt smá símaslúðri við kellingarnar mínar - mjög ánægð með endurfæðingu Erlu í hóp Grafarvogsbúa bæ the way, Grabbinn RÚLAR!!- Er víst ekki að fara í sumarbústaðinn því enginn af áðurnefndum kerlingum vill fara með mér og meika ekki að keyra alein uppí Borgarfjörð. Spurning um bíó í kvöld til að fullkomna rólegheitadaginn?


fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Út með gæruna!
Ég vil bara lýsa því yfir að ég er algerlega ósammála þessum svokölluðu 60% Reykvíkinga sem kveðast vilja Þórólf Árnason áfram í embætti. Það að skríða fyrir spjallþáttastjórnendum, setja upp hvolpaaugu fyrir sjónvarpsáhorfendur og segja mér þykir það leitt er ekki nægilega góð afsökun að mínu mati. Pant ekki taka þátt í því að borga þessum ágæta manni fyrir að vera í forsvari fyrir mig eftir að hafa tekið þátt í að féfletta okkur Íslendinga í fjögur ár. Pant ekki.


mánudagur, nóvember 01, 2004

1,2,3,4,5
Helgin afstaðin. Sendiráðskokteilinn var skemmtilegur, breski sendiherrann og frúin andrík og alúðleg, einnig mjög fyndið að eiga í málefnalegum samræðum við þekkta sjónvarpsfréttamenn. Svona er maður nú orðinn gamall! Fór svo á aðeins unglingalegra djamm á laugardaginn með stelpunum. Skruppum í afmæli, urðum einhvernveginn drukknustu manneskjurnar á svæðinu og skemmtiatriði fyrir restina af boðsgestum. Enduðum í bænum, hittum Erlu á ellefunni og eina sem hún fékk frá mér var svínananefið og gretta, síðan fór ég aftur á barinn. Fórum svo á Sircus þarsem ég týndi á að giska 5 klukkutímum. Minningarbrot um setu á bás, vinahóp sem keypti handa okkur bjóra, umræður um framtíðarhorfur mínar sem stríðsfréttaritara, gaur með brjóstin á Ástu á heilanum, æluferð á klósettið og bjór til að skola niður gubbinu. Skriðum svo í Þynnkukofann um sexleitið og Ásta tók gott öskur á Hróa Hattar sendilinn svona til að vekja blokkina. Ég reyndi að hringja í Hróa Hött til að kvarta yfir verðinu en hitti aldrei á rétta takka. Reyndi samt alveg í 10 mínútur..


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter