fimmtudagur, september 29, 2005

Penthásið.
Íbúðin okkar er yndisleg á flesta kanta og með afar sterk karaktereinkenni. Gluggakarmarnir eru fúnir og þar sem helming glugganna er ekki hægt að loka algerlega er stanslaust ferskt loft í íbúðinni. Ferskasta loftið er samt inni hjá henni Ástu en hún nýtur líka hressandi regndropa á andlitið þegar hún sefur. Ofnarnir virðast bara hafa tvær stillingar -slökkt og sjóðandi heitt og því erum við annaðhvort á bikiní eða í Kraft-gallanum. Sömu sögu er að segja um sturtuhausinn en þar sem kaldar sturtur eiga samkvæmt kínverskum fræðum að vera góðar fyrir ónæmiskerfið þá hlýtur þetta bara að vera af hinu góða. Nábýlið er einnig talsvert meira en í Grafarvogskastalanum. Nágranni okkar í næsta stigagangi hefur mjög gaman af söng og leyfir mér (herbergin okkar liggja saman held ég) iðulega að njóta hæfileika sinna á söngsviðinu. Hún virðist hafa sérstaklega gaman af söngleikjalögum, Disneylögum og væmnum ballöðum. Á Eiríksgötunni er líka sérstaklega gott tækifæri til að gerast gluggapervert því önnur hlið íbúðarinnar gefur okkur innsýn inn í líf fjöldamargs fólks sem virðist ekki vera neitt feimið við að spóka sig. Ef út í það er farið þá er þetta upplagt tækifæri til að fá útrás fyrir sýniþörf og ýmsan almennan pervertisma. Síðast en ekki síst þá erum við með heimilisdraug eða álf sem við verðum mikið varar við. Vinur okkar skellir hurðum, kveikir á græjum, opnar ísskápa og talar við köttinn. Ég kalla hann þó vin því andrúmsloftið hérna er gott og kisu líður vel -kettir eru svo næmir sjáiði til.










þriðjudagur, september 27, 2005

Undir áhrifum.
Þú svitnar. Hjartað slær hraðar. Augasteinarnir víkka út. Þú horfir óðfluga á allt og alla í kringum þig en ert ófær um að festa augun á neinu. Hvað þá heldur á fræðibókinni sem liggur á borðinu fyrir framan þig. Þú leysir vandamálið með skuldahala þróunarlandanna, deilur Ísraela og Palestínumanna og skipuleggur helgina. En mætir samt ólesin í tíma.










sunnudagur, september 25, 2005

Klukk.
1. Ég er sökker fyrir gömlu fólki og dýrum. Í bíó get ég alveg horft á börn deyja en ef það er gamall sætur kall eða hundur þá hætti ég að geta horft.
2. Ég hef horft á Nágranna síðan ég var níu ára gömul og þar á undan horfði ég alltaf á Santa Barbara með ömmu. Grunar að ást mín á lélegu raunveruleikasjónvarpi og sápuóperum komi frá ömmu elskunni. Skilyrðing frá blautu barnsbeini.
3. Ég er haldin fóbíu bæði gagnvart heimabankanum mínum og öllum gluggapósti. Þess vegna veit ég aldrei almennilega hversu mikinn eða lítinn pening ég á. Mín fjármál koma sjálfri mér sífellt á óvart.
4. Ég er búin að vera í "átaki" (eða megrun á góðri íslensku) síðan ég var 19 ára eða í fimm heil ár. Átakið virðist ekki ætla að virka neitt rosalega vel miðað við allan þennan tíma.
5. Mér finnst varalitur gera mig hórulega. Nema eldrauði varaliturinn hennar Eddu við rauða kjólinn minn. Það er einhvernveginn bara classy.










þriðjudagur, september 20, 2005

Lævís eða ljúflingur?
Vakna. Noj, noj, þarna er hendi.. scratch me, scratch me! Ummmmmm gott að fá smá fótanudd líka... já, já einmitt þarna. Svöng. Feeeeed me, feeeed me.. Ojjj þurrmatur. Gemmér nammi, gemmér nammi. Jessssss ég elska harðfisk!. Geiiiisp.. en hvað ég er sybbin, best að flengja sér á baðgólfið og fá sér smá blund.
Hummmm þessi fluga þarna í horninu er annars áhugaverð. Ummm þessi fluga þarna í horninu var gómsæt! Vantar meira klór.. hvar er Ásta???










miðvikudagur, september 14, 2005

Húsmóðirin: Frammhald.
Hagsýna húsmóðirin fer að versla. Skrapp með rauðhærða listfræði-sambýling númer eitt í Bónust (ekkert bruðl!) að versla í matinn og keypti síðan lampa á sanngjörnu verði í IKEA. Þar næst fóru sambýlingarnir á Vegamót og keypti húsmóðirin sér tvo cappocino og brownie´s köku. Fröken hagsýn kórónaði svo daginn með því að skella sér á útsölu i Skífunni þar sem hún festi kaup á bráðnausynlegum geisladiskum s.s Boollywood party mix..










laugardagur, september 10, 2005

Misskilningur.
Nr.1 Að gera samning milli Pravda og sagnfræðinema. Booty-shaking og lopapeysulið er bara ekki ment to be.
Nr.2 Að grasekkjan sé ónýtur djammari. Whent the cat´s out the mouse comes out to play. Ég mundi bara vara mig ef ég væri Stenni..
Nr. 3 Að það sé stutt að labba í Penthásið úr bænum. Ekki ef þú ert á háum hælum, þá er sko bara ansi ansi langt.
Nr. 4 Að áfengi sé allra meina böl. Það er misskilningur en eins og allir vita er það allra meina bót.










föstudagur, september 02, 2005

Húsmóðirin.
Fór í Ikea og Húsasmiðjuna í dag. Festi kaup á þvottagrind, hvítvíns- og martiniglösum, ilmkertum og sultukrukku. Allar nauðsynjar sem maður þarf til að flytja úr foreldrahúsum. Skoðaði hillur, ljósafestingar, lampa og spegla. Skundaði svo heim á ættaróðalið með bastkörfu í annarri og klippur í hinni að týna rifsber. Fór svo að sulta og á núna heimalagað rifsberjahlaup til að taka með mér í Penthásið. Þetta verður sko búskapur í lagi.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter